Norður-Kóreumenn segjast vera að íhuga árásir á bandaríska herstöð í Gúam þar sem bandarískar sprengjuflugvélar eru staðsettar. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna er sjálfur á leið til Guam, sagði hann við blaðamenn að engin yfirvofandi hætta stafaði af Norður-Kóreumönnum. Í gærkvöldi hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirvöldum í Norður-Kóreu „eldi og brennistein“. Hefur BBC eftir Tillerson að Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu skildi ekki samskipti þjóða og því þyrfti að senda honum skýr skilaboð:
Forsetinn vildi bara koma því skýrt á framfæri við yfirvöld í Norður-Kóreu að Bandaríkin verðu sig og sína bandamenn,
sagði Tillerson. Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa haldið áfram að versna, þar hafa nýlegar viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Segja yfirvöld í Pyongyang að verið sé að brjóta á fullveldi þjóðarinnar sem eigi rétt á því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og að Bandaríkjamenn „fái að gjalda þess margfalt“.