fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bandarískir vísindamenn á öndverðum meiði við Donald Trump hvað varðar loftslagsbreytingar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki mikið fyrir að taka mark á vísindalegum gögnum þar sem honum þykir hann sjálfur væntanlega vita allt best. Það er því ekki við því að búast að niðurstöður nýrrar skýrslu um loftslagsmál muni hafa mikil áhrif á stefnu Trump og stjórnar hans í umhverfismálum þrátt fyrir að niðurstöðurnar séu þvert á það sem Trump segir að sé satt og rétt.

Allt frá því í kosningabaráttunni hafa Trump og hans fólk haldið því fram að ekki sé öruggt að við mennirnir eigum nokkurn hlut að máli hvað varðar loftslagsbreytingarnar og að ómögulegt sé að spá fyrir um þróun mála í framtíðinni.

Í nýrri skýrslu, sem ekki hefur enn verið birt, vísindamanna hjá þrettán alríkisstofnunum slá þeir því föstu að Bandaríkin séu nú þegar farin að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinganna þar sem meðalhitinn fari hækkandi. Þetta gerist að þeirra sögn fyrr en talið var að þetta myndi gerast.

Samkvæmt skýrslunni þá hefur meðalhitinn í Bandaríkjunum hækkað mikið síðan 1980. Undanfarnir áratugir hafa verið þeir heitustu í 1.500 ár. Niðurstöður vísindamannanna eru að það séu „yfirgnæfandi sannanir fyrir loftslagsbreytingum sem ná allt frá efstu lögum gufuhvolfsins niður í dýpstu höf“.

En þrátt fyrir að þessi tíðindi muni væntanlega ekki breyta miklu hvað varðar hina pólitísku stefnu í umhverfismálum þá getur þetta grafið undan trúverðugleika forsetans sem má varla við því miðað við niðurstöður nýjustu könnunar CNN. Ringulreið og hreinræktað öngþveiti í Hvíta húsinu á undanförnum mánuðum hefur ekki verið til þess fallið að auka trú og traust almennings á forsetanum.

New York Times greindi frá innihaldi skýrslunnar en hún hefur ekki enn verið birt opinberlega. Ekki er hægt að birta hana opinberlega fyrr en Trump og umhverfisráðherra hans, Scott Pruitt, hafa staðfest hana en miklar líkur eru á að þeir muni ekki gera það enda neita þeir báðir gögnum um að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað. Þetta gæti einmitt skýrt af hverju skýrslunni var lekið til fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni