fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

37 milljarða verðmiði Bláa lónsins kemur ekki á óvart

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. ágúst 2017 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

„Þrátt fyrir ákvörðun lífeyrissjóða um að hafna rúmlega 11 milljarða tilboði Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lónið, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, þá sætir það einnig tíðindum þegar einn þekktasti fjárfestingasjóður heims sýnir áhuga á að kaupa íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki fyrir slíka fjárhæð. Miðað við tilboð Blackstone er markaðsvirði Bláa lónsins því um 37 milljarðar en til samanburðar er Icelandair Group metið á um 70 milljarða.“

Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Segir hann að sterk staða efnahagsmála fari ekki fram erlendum fjárfestum en áhugi þeirra á Íslandi hefur aukist til muna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt sumarið 2015. Ólíkt góðærinu fyrir hrun sé staða Íslands í dag drifin af fjárfestingum erlendra sjóða og fyrirtækja í fjölmörgum geirum atvinnulífsins, þar á meðal í ferðaþjónustu. Því komi 37 milljarða verðmiði Bláa lónsins ekki á óvart:

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins.

„Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur samhliða auknum straumi ferðamanna til landsins. Fjöldi gesta í lónið fór í fyrsta sinn yfir milljón talsins í fyrra og hefur þeim fjölgað um meira en 660 þúsund frá 2011. Hagnaður Bláa lónsins hefur margfaldast á síðustu árum og var afkoma fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði og afskriftir jákvæð um nærri 3.500 milljónir króna 2016. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir, sem eiga umtalsverðan hlut í Bláa lóninu í gegnum bæði HS Orku og Horn framtakssjóð, telja að framhald verði á þessari þróun og að virði lónsins sé því enn meira en tilboð Blackstone gaf til kynna. Hvort það mat reynist rétt á eftir að koma í ljós.“

Segir Hörður að ferðaþjónustan standi á tímamótum, útlit sé fyrir hóflegan vöxt í fjölgun ferðamann en það þurfi að dreifa álaginu á helstu ferðamannastaði betur:

Sterkt gengi krónunnar þýðir einnig að fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að bregðast við erfiðara rekstrar­umhverfi. Hagræðing og veruleg samþjöppun er óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til svartsýni. Vaxandi áhugi erlendra fyrirtækja og sjóða á að fjárfesta í íslenskri ferðaþjónustu sýnir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“