Myndin er dálítið ógreinileg, hún var tekin gegnum gler á Síldarminjasafninu á Siglufirði í gær – en spurt er, hver man eftir þessari vörutegund?
Þetta er sápa, hún var held ég notuð á flestum heimilum á Íslandi um árabil, ja, fyrir svona fimmtíu árum.
Hún var kölluð þrettán þrettán, ekki eitt þúsund þrjúhundruð og þrettán. Ég kann enga skýringu á nafninu,
Veit heldur ekki hver framleiddi sápuna, en umbúðirnar man ég glöggt. Mig minnir að sápustykkin hafi verið bleik þegar þær voru teknar burt, en lyktin ekkert sérlega góð. Allavega hefði þetta seint talist ilmsápa. En kannski dugði hún vel til að fjarlægja skít af höndum. Maður var sjálfur oft býsna skítugur á árunum þegar 1313 var í notkun.