fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Klappir þróa upplýsingakerfi um grænar lausnir: Stefnt að skráningu á First North markaðinn í haust

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. ágúst 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa.

Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. (Klappa) hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi (Kauphöllin) nú í haust. Skráningin er háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verður efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda skráningarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hugbúnaðarlausnir Klappa eru eitt af allra fyrstu upplýsingakerfum sinnar tegundar í heiminum á sviði umhverfismála og er þeim ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og ríki við að byggja upp öfluga innviði til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru á því sviði. Traust og skilvirk aðferðafræði hugbúnaðarins mætir þörfum notenda búnaðarins við að safna saman, samkeyra, greina og miðla áreiðanlegum umhverfisupplýsingum. Hugbúnaðurinn mætir alþjóðlegri umhverfislöggjöf varðandi flesta þætti umhverfismála og einnig mikilvægum þáttum íslenskra og evrópskra umhverfislaga hvað varðar söfnun og miðlun á upplýsingum um orkunotkun og upplýsingum um meðferð á úrgangi.

„Klappir byggja á hugviti starfsfólks sem hefur sérþekkingu og langa reynslu af umhverfismálum skipulagsheilda, flotastýringu bifreiða og skipa, hugbúnaðarþróun og alþjóðlegri starfsemi,“ segir Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri félagsins.

„Við lítum svo á að með skráningu fyrirtækisins á Nasdaq First North markaðinn í Kauphöllinni sé stigið mikilvægt skref í framtíðarundirbúningi félagsins. Við teljum að með skráningunni skapist meiri sýnileiki og umgjörð sem komi fyrirtækinu til góða þegar fram í sækir svo sem almenn og samræmd upplýsingagjöf til hluthafa, aukinn möguleiki fyrir nýja fjárfesta til koma inn í hluthafahópinn og fara út úr fjárfestingunni þegar þeim hentar. Þá auðveldar skráningin fjármögnun á stórum verkefnum ef aðstæður kalla á ýmist með útboði á nýju hlutafé eða útgáfu skuldabréfa. Með skráningunni viljum við jafnframt gefa þeim fjárfestum og einstaklingum, sem hafa trú á að með grænum innviðum og öflugri upplýsingatækni sé hægt að minnka verulega losun gróðurhúsalofttegunda, tækifæri til að vera þátttakendur í þróun grænna hugbúnaðarlausna og innleiðingu þeirra í gegnum Klappir.“

Dr. Jón Ágúst er stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Marorku. Hugbúnaðurinn, sem Klappir hafa þróað, er skýjalausn sem felur það í sér að í kjölfar breytinga á umhverfislögum og reglugerðum þjóðríkja og yfirþjóðlegra stofnana er hugbúnaður hjá öllum viðskiptavinum uppfærður jafnóðum til samræmis við þær breytingar. Þannig geta viðskiptavinir Klappa treyst því að með notkun á hugbúnaði Klappa mæti þeir með skilvirkum hætti öllum þeim flóknu lagalegu kröfum, tengdum upplýsingagjöf og lögfylgni, sem innleiddar verða á komandi árum. Reynslan sýnir að auki að bein tenging er á milli betra vistspors og lægri rekstrarkostnaðar og því eru hugbúnaðarlausnirnar öflugt verkfæri til að lækka rekstrarkostnað, bæta orkunýtni og minnka úrgang en þetta eru lykilþættir þegar lækka þarf rekstrarkostnað og minnka kolefnisspor, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Arion banki hefur umsjón með skráningu Klappa á Nasdaq First North markaðinn í Kauphöllinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi