Nokkur af helstu fréttatímaritum heims hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta á forsíðum sínum þessa dagana. Það má þó efast um að Trump, sem sjaldan slær hendinni á móti athygli, sé ofsakátur yfir því að hafa lent á forsíðunum í þetta sinn.
Bæði Der Spiegel, The Economist, og The New Yorker draga upp mynd af forseta Bandaríkjanna sem fasista og kynþáttahatara sem sé hallur undir Klu Klux Klan-samtökin og boðskap þeirra. Undir fyrirsögninni „Hatur í Ameríku“ sýnir Time svo mynd af manni í svörtum stígvélum sem gerir nasistakveðju og á handlegg hans hangir bandaríski fáninn.
Sennilega er það fordæmalaust að Bandaríkjaforesti fái slíka útreið í einni og sömu vikunni af jafn mörgum vitum tímaritum.
Tilefnið, eða kannski kornið sem fyllti mælinn, eru mótmælin í Charlottseville í Virginíuríki í Bandaríkjunum um síðustu helgi þar sem ólíkum hópum mótmælenda laust saman. Þar lést kona og 19 manns slösuðust þegar hægri-ofstopamaður ók bíl inn í hóp andstæðinga sinna. Eftir þetta þótti Trump ekki koma með nægilega afdráttarlausa fordæmingu á atburðunum og þá einkum hlut hægri öfgamanna í ofbeldinu. Hefur forsetinn sætt harðri gagnrýni vegna þessa.
Hönnuðir forsíðna ofangreindra tímarita hafa nú fylgt þessu eftir. Hér eru dæmin, tekin af Twitter-síðum:
The true face of Donald #Trump. The cover of our latest edition, again designed by @edelstudio. Available now: https://t.co/wUJQWAj93U pic.twitter.com/iafbnjEI8N
— SPIEGEL ONLINE English (@SPIEGEL_English) August 18, 2017
TIME’s new cover: Behind the hate in America https://t.co/Rxq9hsPWC1 pic.twitter.com/ARE67Xbrnw
— TIME (@TIME) August 17, 2017
Donald Trump has no grasp of what it means to be president. Our cover this week: https://t.co/QfrLMT5uqg pic.twitter.com/CrMw4C6rMc
— The Economist (@TheEconomist) August 18, 2017
The Economist notar þessa mynd meira að segja í haus Twitter-síðu sinnar. Leiðari þess er afar harðorður í garð forsetans. Ritstjórar tímaritsins telja Donald Trump einfaldlega óhæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump is politically inept, morally barren and temperamentally unfit for office https://t.co/xLDMtLclUw
— The Economist (@TheEconomist) August 17, 2017
Forsíða The New Yorker mun svo vart kæta geð mannsins í Hvíta húsinu:
An early look at next week's cover, "Blowhard," by David Plunkert: https://t.co/H0QnB3QoPz pic.twitter.com/QyYDUqFHQh
— The New Yorker (@NewYorker) August 20, 2017