fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Pútín nýtur meira trausts en Trump: Mikil Rússlandshræðsla á Vesturlöndum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 19. ágúst 2017 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín og Donald Trump eru umdeildir menn.

Vladimir Pútín forseti Rússlands virðist njóta meira trausts meðal íbúa vestrænna þjóða til „að taka réttar ákvarðanir í alþjóðamálum“  heldur en Donald Trump starfsbróðir hans í Bandaríkjunum. Þetta þýðir þó ekki að Pútín njóti mikils álits á Vesturlöndum. Traust til hans í alþjóðmálum er aðeins 19 prósent í Evrópu og 23 prósent í Bandaríkjunum. Alls telja 41 prósent Evrópubúa að Rússland sé alvarleg ógn til lands þeirra. Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall 47 prósent. Aðeins 14 prósetn Evrópubúa og Bandaríkjamanna telja að rússnesk stjórnvöld virði mannréttindi. Viðhorfin eru jákvæðari í öðrum heimsálfum.

Þetta er meðal niðurstaðna í stórri könnun Pew Research Center sem birt var í fyrradag. Könnunin var gerð meðal rúmlega 40 þúsund íbúa í 37 löndum víða um heim.

Meðal Bandaríkjamanna virðast 23 prósent íbúanna treysta því að Pútín „geri rétt í alþjóðamálum“ á meðan 53 Rússa sýna Bandaríkjaforseta sama traust. Í Bandaríkjunum eru viðhorfin gegn Rússum neikvæðust meðal demókrata. Af þeim sem telja sig til þess flokks þá segjast 61 prósent telja að Rússland sé alvarleg ógn við Bandaríkin og einungis 13 prósent þeirra treysta Pútín.

Vladimir Pútín og Rússland njóta miklu meira álits meðal repúblikana. Þar eru það 36 prósent sem telja að Rússland sé hættulegt Bandaríkjunum. Alls telja 34 prósent repúblikana að Pútín sé fær um að taka „réttar ákvarðanir“ í utanríkismálum. Hér hafa orðið miklar breytingar. Þegar svipuð könnun var gerð fyrir tveimur árum þá mældist traustið til Pútíns 20 prósent í öðrum flokkinum og 17 prósent í hinum.

Pútin skorar hærra en Trump þegar kemur að spurningunni um dómgreind í alþjóðamálum í mörgum NATO-löndum. Yfirburðir Pútins yfir Trump eru mestir í Grikklandi og Þýskalandi. Í fyrrnefnda landinu er 31 prósenta munur á þeim félögum Pútín í vil en 14 prósent í Þýskalandi. Japan, Suður-Kórea og NATO-ríkin Grikkland, Þýskaland, Tyrkland, Ungverjaland, Frakkland, Ítalía og Spánn bera meira traust til Pútíns í alþjóðamálum heldur en til Trump. Bretar, Kanadamenn, Hollendingar og Pólverjar hafa hins vegar meira álit á Trump en Pútín í alþjóðmálum.

Eina Norðurlandaþjóðin sem er með í könnuninni er Svíþjóð. Þar segja 12 prósent að þau beri traust til Pútín og 10 prósent til Trump.

Pólverjar eru neikvæðastir allra í garð Rússa. Þar telja aðeins fjögur prósent að að Pútín muni gera hið rétta í alþjóðastjórnmálum. Alls líta 65 prósent Pólverja á Rússland sem mikla ógn við öryggi lands þeirra. Í Tyrklandi er þessi síðastnefnda tala 54 prósent. Hjá öðrum þjóðum telja minna en helmingur að mikil ógn stafi af Rússlandi. Í Svíþjóð er þessi tala 39 prósent.

Meðal þjóðanna þar sem könnunin var framkvæmd þá virðast Vladimir Pútín og Rússland eiga sína bestu vini í Víetnam. Þar óttast aðeins 11 prósent Rússland og heil 79 prósent treysta á Pútín í alþjóðamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?