fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Má berja fasista?

Egill Helgason
Föstudaginn 18. ágúst 2017 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt um sveitir sem kalla sig antifa (antifascist). Mæta á staði þar sem hægriöfgamenn fara í göngur – og telja réttlætanlegt að lumbra á þeim. Og hægriöfgamennirnir eru líka til í slagsmál, það vantar ekki. Maður sér meira að segja fólk, og sumt telur maður yfirleitt skynsamt, deila færslum á Facebook þar sem er talið réttlætanlegt að berja hægriöfgamenn. Það eru meira að segja birtar skýringarmyndir um hvernig eigi að lemja fasista.

Á þessu eru ákveðnir meinbugir. Til dæmis hið sögulega fordæmi. Það gafst ekkert sérlega vel á millistríðsárunum, þegar uppgangur fasista var sem mestur, að mæta þeim í götubardögum. Fasistar náðu völdum víða í Evrópu, ekki bara á Ítalíu, Þýskalandi og Spáni, heldur líka nokkuð snemma í Grikklandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Austurríki og Portúgal. Ofbeldi milli stjórnmálahópa var notað sem átylla til að koma á einræðisstjórnarfari.

Öfgarnar mögnuðust vinstra og hægra megin, nasistar og kommúnistar sóttu að lýðræðinu og réttarríkinu, hvorir úr sinni átt, allt endaði það með skelfingu eins og þekkt er.

Það er líka spurningin hvar skal draga mörkin, hverja má berja og hverja ekki? Hver á að meta hvenær er rétt að antifa-hópar mæti með kylfur og hnúajárn, í hettupeysum og með klúta fyrir andlitinu? Hvenær á að sleppa svona hópum lausum? Hvenær endar vörnin fyrir mannréttindum og ofbeldisdýrkun tekur við?  Nú eru það íslamistar sem valda ógn og skelfingu með hryðjuverkum víða um lönd. Má þá líka berja þá sem liggja undir grun um að vera hallir undir íslamisma?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna