fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Hrun í bóksölu – og horfurnar ekki bjartar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má lesa á forsíðu Morgunblaðsins að þriðjungur bóksölu hafi gufað upp síðan 2010. Tölur í þessa veru hafa verið á kreiki um nokkra hríð, en þarna er staðfesting á þessu. Þetta er í raun hrun í sölu og þá væntanlega líka lestri bóka – hjá bókaþjóðinni, eins og hún hefur verið kölluð.

Bækur eru enn keyptar og gefnar á jólum – en manni skilst að það verði æ sjaldgæfara að fólk kaupi bækur til eigin nota. Í lífsstílsþáttum sjónvarps, þar sem farið og skoðað inn á heimilum fólks, sjást aldrei bækur. Þeim hefur verið útrýmt.

Skýringarnar á þessu eru varla svo flóknar. Það er alls ekki svo að skrifaðar séu eða gefnar út verri bækur. Það eru komnir aðrir miðlar sem ryðja bóklestri burt. En ef miðað er við árið 2010 þá er það tíminn þegar fólk fór að ánetjast samskiptamiðlum. Þessir miðlar eru býsna andsnúnir bóklestri – þeir bjóða upp á annars konar örvun heilabúsins og hún hefur reynst vera býsna ávanabindandi.

Fátt bendir heldur til annars en að bóklesturinn haldi áfram að dragast saman. Þeim fjölgar sífellt sem líta aldrei í bók. Lestrarátök munu lítt duga gegn þessu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti