fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Spá hækkun á húsnæði, fötum, mat og eldsneyti

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í ágúst frá fyrri mánuði, miðað við þá spá muni verðbólga því aukast úr 1,8% í 1,9% í ágúst. Útlit sé fyrir að verðbólgan verði við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í kring um næstu áramót, en verði síðan að jafnaði rétt um 3,0% út árið 2019.

Hækkandi íbúðaverð vegur hvað þyngst til hækkunar á vísitölunni í  ágúst. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs, vegur til 0,18% hækkunar vísitölunnar. Í heild vegur húsnæðisliðurinn til 0,23% hækkunar í ágúst.

Nú þegar farið sé að síga á seinni hluta sumarútsala, munu þá áhrif útsöluloka í fata- og skóverslunum vega til 0,19% hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt spá Íslandsbanka. Útsölulok skýri einnig að mestu 0,04% hækkunaráhrif vegna húsgagna og heimilisbúnaðar í ágústspánni.

Verðhækkun á mat- og drykkjarvörum vegur til 0,04% hækkunar á vísitölunni, þá vegur hækkandi eldsneytisverð einnig til 0,04% hækkunar vísitölunnar í mánuðinum. Skýringin í báðum tilfellum sé að mestu lækkandi gengi krónu frá júníbyrjun.

Hins vegar sé útlit er fyrir að flugfargjöld lækki talsvert í ágúst eftir ríflega 20% hækkun í júlí. Þá standa enn yfir útsölur í ýmsum tegundum verslana, og koma áhrif þeirra fram að nokkru leyti í ágúst, ekki síst í verði raftækja. Aðrir liðir vega samanlagt til 0,11% hækkunar vísitölunnar í mánuðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi