fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Norður-Kóreumenn gera sig tilbúna að skjóta eldflaug á loft

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu og hershöfðingjar hans ræða hugsanlega eldflaugaárás. Mynd/EPA

Norður-Kóreumenn eru að gera sig tilbúna undir að skjóta eldflaug á loft, þetta segja embættismenn innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Segja þeir að gervihnattamyndir sýni að verið sé að færa til búnað til að geta skotið á loft meðaldrægum eldflaugum. Segir heimildarmaður við CNN að ekki sé talið að þetta tengist hugmyndum Norður-Kóreumanna að ráðast á herstöð Bandaríkjanna í Gúam, en fyrr í dag lýstu Norður-Kóreumenn því yfir að einræðisherrann Kim Jong-Un myndi fylgjast grannt með fyrirætlunum Bandaríkjamanna áður en hann myndi fyrirskipa árás. Líklegast séu Norður-Kóreumenn að undirbúa aðra eldflaugatilraun.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna og James Mattis varnarmálaráðherra. Trump, sem nú er í sumarfríi, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin í stríð ef Norður-Kóreumenn „færu illa að ráði sínu“. Mynd/EPA

James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ítrekað að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að nota eldflaugavarnarkerfi sitt til að skjóta niður eldflaugar sem Norður-Kóreumenn gætu skotið að þeim eða bandamönnum þeirra. Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur hvatt Bandaríkjamenn til að ráðast ekki á Norður-Kóreu án þess að vera búnir að fá samþykki frá Suður-Kóreumönnum.

Hwasong 14- eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft. Talið er að hún geti drifið allt að 9.500 km og að hugsanlega sé hægt að útbúa hana kjarnaoddi. Mynd/EPA

Í sjónvarpsfréttatíma ríkissjónvarps Norður-Kóreu kom fram að Kim Jong-Un væri búinn að skoða áætlunina um að skjóta eldflaug á herstöð Bandaríkjamanna í „langan tíma“ og væri búinn að ræða málið við sína æðstu hershöfðingja. Hann væri hins vegar að bíða eftir að sjá hvað „heimsku kanarnir“ myndu gera áður en hann myndi taka ákvörðun. Segja sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu að orðalagið bendi til þess að Kim Jong-Un sé tilbúinn að semja um frið en það geti einnig verið að hann sé aðeins að tefja til að gera eldflaugarnar sínar klárar.

Norður-Kóreumenn hafa hótað að gera eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna á Gúam þar sem B-2 sprengjuflugvélar hafa bækistöð sína. Mynd/EPA

George Charfauros öryggisráðgjafi Bandaríkjamanna í Gúam segir að hreyfingar með eldflaugabúnað séu aðeins til þess fallnar að ögra Bandaríkjamönnum þar sem Norður-Kóreumenn viti fullvel að verið sé að fylgjast með öllum þeirra hreyfingum ofanjarðar. Nokkur hræðsla greip um sig í nótt á Gúam þegar tvær útvarpsstöðvar á eyjunni settu óvart neyðarskilaboð í loftið. Ray Tonorio aðstoðarríkisstjóri í Gúam sagði íbúum í morgun að það væri ekkert að óttast:

Það er ekkert sem bendir til þess [að gerð verði árás], miðað við það sem við heyrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð