fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Bandaríkin tilbúin í hernaðaraðgerðir

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá heræfingu í Suður-Kóreu, Bandaríkin og Suður-Kórea munu verða með stóra heræfingu síðar í þessum mánuði. Mynd/EPA

Bandaríkin eru tilbúin að beita hernaðarmætti sínum gegn Norður-Kóreu ef ekki tekst að semja við þá um að hætta framleiðslu kjarnorkuvopna. Þetta sagði Joseph Dunford æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna á fundi með Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu í morgun. Sagði Dunford að ef samningaviðræður og viðskiptaþvinganir á hendur Norður-Kóreu myndu ekki fæla þá frá því að halda áfram eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum þá séu Bandaríkin búin að gera áætlun um beitingu hernaðar, en sagði Dunford jafnframt að aðaláherslan sé á að ná friðsamlegri lendingu í deilunni.

Dunford sagði fyrir fundinn að hann væri að kynna sér aðstæður á svæðinu, mun hann á næstu dögum funda með leiðtogum Japans og Kína.

Við erum öll að leitast eftir því að komast úr þessum aðstæðum án þess að fara í stríð,

Joseph Dunford og Joseph Dunford í morgun. Mynd/EPA

sagði Dunford eftir fundinn með Moon Jae-in. Fyrir helgi hótaði Norður-Kórea að gera eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna í Gúam en Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði því með því að segja að Bandaríkin væru tilbúin í stríð.

Erindrekar Bandaríkjanna hafa að undanförnu reynt að draga úr spennunni með því að ítreka að verið sé að leita friðsamlegra lausna, sagðist James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vera bjartsýnn á að ná sáttum við Norður-Kóreumenn. Hefur Independent eftir Mike Pompeo yfirmanns leyniþjónustunnar CIA að það sé „ekkert yfirvofandi í dag“ og H.R. McMaster þjóðaröryggisráðgjafa Trumps að Bandaríkin „séu ekki nær stríði í dag en í síðustu viku, en nær stríði í dag en fyrir áratug síðan“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“