fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Mánuður í norsku þingkosningarnar: Kratar í kröppum sjó

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. ágúst 2017 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmenn ganga til þingkosninga eftir mánuð og kosningabaráttan þar er óðum að færast í algleyming.

Þann 11. september næstkomandi eftir nákvæmlega einn mánuð, ganga Norðmenn til Stórþingskosninga. Í dag var birt skoðanakönnun um fylgi flokkanna sem gerð var dagana 8. til 10. ágúst. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Repsons Analyse fyrir dagblöðin Aftenposten, Bergens Tidende og Adresseavisen.

Lesa má um könnuna í frétt á vef Aftenposten.

Helstu tíðindin eru þau að Verkamannaflokkurinn, flokkur norskra jafnaðarmanna [Arbeiderpartiet], mælist með aðeins 28,1 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem Respons Analyse hefur mælt flokkinn með síðan í aðdraganda síðustu Stórþingskosninga 2013.  Flokkurinn hefur tapað 3,6 prósenta fylgi síðan í júní.

Verkamannaflokkurinn hefur um áratugaskeið verið leiðandi í norskum stjórnmálum og sat lengi við stjórnvölinn í Noregi. Fylgi undir 30 prósentum telst mjög lágt fyrir þennan flokk og eiginlega óásættanlegt í augum flokksmanna sjálfra. Verkamannaflokkurinn mælist þó enn stærsti flokkur Noregs.

Jonas Gahr Støre er formaður norska Verkamannaflokksins. Hann vill leiða nýja vinstristjórn í Noregi eftir kosningarnar í næsta mánuði en þarf að herða róðurinn ef sá draumur á að rætast.

Þriðji stærsti flokkur Noregs mælist svo Framfaraflokkurinn [Fremskrittspartiet] sem er lengst til hægri á litrófi norskra stjórnmála meðal flokka sem eiga fulltrúa á Stórþinginu. Þessi flokkur skipar nú ríkisstjórn Noregs ásamt Hægriflokknum. Þessi stjórn nýtur svo stuðnings Vinstriflokksins [Venstre] og Kristilega þjóðarflokksins [Kristelig folkeparti]. Siv Jensen fjármálaráðherra er formaður Framfaraflokksins. Hennar flokkur mælist nú með 13,6 prósent og tapar lítillega fylgi (-0,4%) frá júní.

Næst á eftir Verkamannaflokknum kemur flokkurinn Hægri sem telst systurflokkur Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Hann mælist með 24,8 prósent og bætir sig um tæpt prósentustig frá í júní. Hægri er flokkur Ernu Solbergs forsætisráðherra.

Það þarf 85 þingsæti til að ná meirihluta á norska Stórþinginu. Verði skoðanakönnun dagsins að veruleika eftir mánuð þá er ljóst að borgarlegu flokkarnir í Noregi (Hægriflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Vinsti og Framfaraflokkurinn) hafa misst meirihluta sinnfrá 2013. Þessir flokkar fengju aðeins 81 þingsæti.

Það er þó ekki þar með sagt að núverandi vinstri- og miðblokk norskra stjórnmála, sem nú er í stjórnarandstöðu, fengi meirihluta. Þarna eru Verkamannaflokkurinn (systurflokkur Samfylkingar), Sósíalíski vinstriflokkurinn (systurflokkur VG á Íslandi) og Miðflokkurinn sem er norska útgáfan af Framsóknarflokknum íslenska. Fylgisfall norska Verkamannaflokksins setur svo stórt strik í reikninginn að þessir flokkar fengju aðeins 83 sæti samanlagt.

Færi svo að skoðanakönnun dagsins yrði að veruleika eftir mánuð, þá yrði vinstri-miðblokkin að sækja stuðning til tveggja smáflokka sem mælast nú með þingmenn, ef hún vill mynda ríkisstjórn. Þeir flokkar kæmust þannig í oddaaðstöðu. Þetta eru umhverfisverndarsinnaflokkur Græningja og flokkurinn Rautt, sem er flokkur kommúnista. Borgaralega sinnaðir Norðmenn munu væntanlega krossa sig og súpa hveljur við þá tilhugsun.

Af öðrum norskum stjórnmálaflokkum virðist lítið að frétta. Flokkur ellilífeyrisþega mælist með 0,5 prósent, Strandflokkurinn 0,3 prósent, Píratar með 0,3 prósent, Demókratar með það sama og Píratar. Hið sama er að segja um Flokkinn Kristna. Frjálshyggjuflokkurinn mælist með 0,2 prósent og Heilsuflokkurinn hið sama sömuleiðis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð