Svona líta húsin á Laugavegi 4-6 út eftir allt tilstandið. Kaup af einkaaðilum, verndun þeirra, endurgerð í einhverju sem átti að vera upprunaleg mynd, sölu til sömu aðila og var keypt af í upphafi – með meðgjöf í nálægum húsum – færslu á öðru húsinu, greftri á kjallara marga metra ofan í jörðina, endurkomu hússins sem var fært – eftir allt þetta lítur það svona út. Það er búið að fjarlægja girðinguna í kring.
Hvað finnst fólki um þessa útkomu – þessa blöndu gamals og nýs?