fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Kúkú Campers kann að vera réttnefni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. júlí 2017 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er komin upp umræða um salernisaðstöðu ferðmanna. Til dæmis er birtur skammarpistill frá katalónskum ferðamálafrömuði sem segir að ríkisstjórnin þurfi að byggja fleiri klósett. Sjálfsagt má bæta þar úr.

Ég hef ferðast víða um heim og minnist þess raunar ekki að almenningsklósett séu út um allt. Stundum vill líka brenna við að þau séu fjarskalega ógeðsleg. Oft er fólk að laumast inn á veitingastaði til ganga örna sinna – þá þykir kurteisi að kaupa að minnsta kosti einn kaffibolla.

En það verður ekki við allt ráðið í þessu. Mestu vandamálin – ef má nota það orð – í þessu virðast tengjast ferðamönnum sem hingað koma og leigja sér litla sendiferðabíla sem þeir síðan sofa í. Þessir bílar ganga undir heitinu „campers“. Á netinu má sjá að mikið framboð er af svona bifreiðum. Maður sér þessum bílum lagt að kvöldlagi víða í borgina og stundum fólk í kring sem lætur nánast eins og þetta séu heimili. Oft hef ég séð þessa bíla í stæði við Hallgrímskirkju.

Bílarnir eru ekki með klósettum, þeir eru alltof litlir til þess. Þetta eru ferðamenn sem ætla að spara svo mikið að þeir tíma ekki einu sinni að fara á tjaldstæði – og um leið spara þeir að kaupa sér aðgengi að salerni sem er að finna á hótelum og á tjaldstæðum. Það voru túristar úr svona bíl sem kúkuðu í Hallargarðinn um daginn. Það er aldeilis staðurinn til þess. Í garðinum eru oft börn að leik. Í því tilfelli er varla hægt að kenna ríkisstjórninni um.

Eitt af fyrirtækjunum sem leigir út svona bíla kallast Kúkú Campers. Það heyrist manni vera réttnefni. Á vef fyrirtækisins stendur meira að segja:

Go anywhere, sleep almost anywhere and do anything at incredibly low prices.

 

 

Það er hægt að sofa í „camper“ en klósettaðstöðuna þarf maður að finna annars staðar. Og ef ferðamaðurinn tímir ekki að gista á tjaldstæði þá getur verið að staður eins og Hallargarðurinn verði fyrir valinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings