fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Allir múslímarnir greiddu atkvæði með hjónaböndum samkynhneigðra

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel Þýskalandskanslari. Mynd/EPA

Allir þingmenn af múslímskum uppruna á þýska þinginu greiddu atkvæði með frumvarpi sem varð að lögum á þinginu í gær, um löggildingu samkynja hjónabanda. Frumvarpið var samþykkt með 393 atkvæðum gegn 226. Mikla athygli hefur vakið að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og sagði:

Hjónaband er milli karls og konu.

Múslímskir þingmenn á þýska þinginu eru alls sex og greiddu þeir allir atkvæði með frumvarpinu. Frá þess greindi breska vefritið Independent í gær.

Aydan Özoğuz þingmaður Sósíaldemókrata.

Fjórir af þingmönnunum sex eru í flokki Græningja, einn í flokki Merkels, Kristilegum demókrötum, og einn í Sósíaldemókrataflokknum. Síðastnefndi þingmaðurinn heitir Aydan Özoğuz en hún hefur gagnrýnt Merkel harðlega fyrir tilraunir hennar til að tefja framlagningu frumvarpsins.

Undanfarin ár hefur hávær og átakasöm umræða verið um aðlögun múslímskra innflytjenda að vestrænum samfélögum og meintan skort þeirra á að viðurkenna vestræn grunngildi. Skoðanakönnun sem birt var í Bretlandi í fyrra leiddi í ljós að rúmlega helmingur breskra múslíma teldi að samkynhneigð ætti að vera ólögleg. Þá hafa kannanir leitt í ljós að mun hærra hlutfall íbúa í London er andsnúinn réttindum samkynhneigðra en íbúar Englands í heild og hafa sumir leitt líkur að því að ástæðan er sú að meirihluti íbúa London er með annan bakgrunn en breskan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“