fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

„Við sjáum um Norður-Kóreu“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjamenn muni „sjá um“ Norður-Kóreu en vill að öðru leyti ekki gefa upp hvað hann hyggist gera varðandi nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft síðastliðinn föstudag, eldflaugin lenti í hafinu á milli Kóreuskagans og Japan. Um er að ræða langdrægnari eldflaug en hingað til og gæti nýjasta eldflaugin náð til borga í Bandaríkjunum, segja sérfræðingar að eldflaugin gæti jafnvel náð til New York á austurströnd Bandaríkjanna.

Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu fylgist með nýjustu eldflauginni sinni.

Trump fundaði með ríkisstjórn sinni í dag, eftir fundinn var hann spurður af CNN um eldflaugatilraunir Norður-Kóreu, svaraði hann:

„Við sjáum um Norður-Kóreu. Við getum séð um þá. Þetta verður leyst. Við leysum allt.“

Trump var áður búinn að tjá sig um málið á Twitter, sagði hann að Kína hefði valdið sér vonbrigðum en hann vill að Kína þrýsti á Norður-Kóreu til að hætta eldflaugatilraunum sínum:

Kína hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Þeir gera EKKERT fyrir okkur varðandi Norður-Kóreu, tala bara. Við getum ekki leyft þessu að halda áfram. Kína getur auðveldlega leyst þennan vanda!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“