fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

187 fjölskyldur kosta Kaupmannahöfn 1,3 milljarða á ári

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá Tingbjerg.

187 fjölskyldur, sem búa í Tingbjerg í Kaupmannahöfn, kosta borgarsjóð 82,6 milljónir danskra króna, sem svarar til rúmlega 1,3 milljarða íslenskra króna, árlega. Meðalkostnaðurinn við hverja fjölskyldu er því tæplega 7,1 milljón íslenskra króna.

Meirihluti fjölskyldnanna, eða 50, kosta hver og ein borgarsjóð sem nemur 9,6 milljónum íslenskra króna á ári. Allar fjölskyldurnar 187 fá að meðaltali níu sérstakar framfærslugreiðslur frá borginni en sumar fá allt að 20 slíkar greiðslur.

Berlingske skýrir frá þessu. Þessar sérstöku greiðslur byggjast á mati á ákveðnum þörfum sem viðkomandi þurfa aðstoð við. Þetta geta verið framfærslubætur, sálfræðikostnaður, kostnaður við stuðingsfólk eða kennsla.

Tingbjerg er eitt hinna svokölluðu Gettóa í Danmörku en þau eru skilgreind út frá menntunarstigi íbúa, hlutfalls innflytjenda í hverfunum og atvinnuþátttöku.

Í umfjöllun Berlingske kemur fram að allar fjölskyldurnar 187 séu stórfjölskyldur  þar sem eru að lágmarki 5 í heimili.

Þessar fréttir virðast hafa komið borgarfulltrúum í opna skjöldu ef miða má við viðbrögð þeirra. Cecilia Lonning-Skovgaard, borgarfulltrúi Venstre, sagði að þetta væri það sem hún kallaði misskilin góðmennska borgarinnar og að tölurnar væru sláandi. Hún sagðist hafa haft grun um að nokkrar „dýrar“ fjölskyldur væru í Tingbjerg en þetta hafi komið henni mjög á óvart.

Hún sagðist telja að það vanti heildaryfirsýn yfir málin og að það skorti mikið upp á að reynt sé að koma foreldrunum í þessum fjölskyldum í vinnu.

Anna Mee Allerslev, sem fer með pólitíska stjórn málaflokksins í borgarstjórn, tók undir með Lonning-Skovgaard um að upphæðin væri há. Hún segist leggja til að borgin núllstilli nú allar svona sérstakar greiðslur, sem ekki eru lögbundnar, og horfi á málaflokkinn með „nýjum og ferskum augum“ til að sjá hvernig er hægt að nota peninga á sem bestan hátt til að koma fólki í vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“