fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Akureyringar bregðast við aðkomufólki

Egill Helgason
Laugardaginn 29. júlí 2017 03:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er frægt að Akureyringar hafa alltaf haft varann á sér gagnvart aðkomufólki, eða altént fara þær sögur af þeim, með röngu eða réttu. Þegar fréttir birtust af því að einhver hefði farið á skjön við lögin á Akureyri var gjarnan tekið fram að um „aðkomumann“ hefði verið að ræða. Haft var á orði að Akureyringar væru mjög naskir að þekkja úr „aðkomumenn“. Í einni frétt sem var nokkuð umtöluð sagði reyndar að „Ólafsfirðingar“ hefðu brotist inn í JMJ.

Frægasta sagan er þó af því þegar hundur beit mann á Akureyri og var sagt frá því í Degi að hundurinn hefði verið „aðkomuhundur“.

Nú herma fréttir að Akureyringar ætli að grípa til ráða gagnvart aðkomufólki, það verður beinlínist fylgst með því þegar það kemur í bæinn – og fer væntanlega úr honum aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka