Það er frægt að Akureyringar hafa alltaf haft varann á sér gagnvart aðkomufólki, eða altént fara þær sögur af þeim, með röngu eða réttu. Þegar fréttir birtust af því að einhver hefði farið á skjön við lögin á Akureyri var gjarnan tekið fram að um „aðkomumann“ hefði verið að ræða. Haft var á orði að Akureyringar væru mjög naskir að þekkja úr „aðkomumenn“. Í einni frétt sem var nokkuð umtöluð sagði reyndar að „Ólafsfirðingar“ hefðu brotist inn í JMJ.
Frægasta sagan er þó af því þegar hundur beit mann á Akureyri og var sagt frá því í Degi að hundurinn hefði verið „aðkomuhundur“.
Nú herma fréttir að Akureyringar ætli að grípa til ráða gagnvart aðkomufólki, það verður beinlínist fylgst með því þegar það kemur í bæinn – og fer væntanlega úr honum aftur.