fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Öldungadeildin stillir Trump upp við vegg

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 28. júlí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að herða viðskiptaþvinganir á Rússa. 98 þingmenn á móti 2 kusu með frumvarpinu. Nú fer frumvarpið inn á borð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ef hann neitar að skrifa undir þá getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju atkvæða.

Sjá frétt: Bandaríkjaþing storkar Trump

Þvinganirnar í frumvarpinu bætast við fyrri viðskiptaþvinganir sem settar voru á Rússa í forsetatíð Barack Obama í kjölfar innlimunar Krímskaga og stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu. Trump hefur talað fyrir bættum samskiptum við Rússa og hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagt að þvinganirnar muni stórskaða samskipti ríkjanna.

Bæði fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings ögra nú Bandaríkjaforseta með því að ganga gegn stefnumálum hans, bæði með því að herða viðskiptaþvinganirnar á Rússa en einnig með því að hafna afnámi heilbrigðiskerfis Obama, Obamacare. Í kosningabaráttunni síðasta haust lagði Trump mikla áherslu á að leggja kerfið af og setja á fót nýtt heilbrigðiskerfi. Til þess þarf að afnema lögin um Obamacare sem tókst ekki í öldugadeildinni. Það var þó gert með talsvert minni meirihluta en þrír þingmenn Repúblikana gengu í lið með Demókrötum í öldungadeildinni, greiddi 51 þingmaður atkvæði gegn afnámi laganna á móti 49. Þeirra á meðal var John McCain sem sneri aftur á þing þrátt fyrir að glíma við krabbamein, hefur McCain kallað eftir því að þingmenn greiði atkvæði um heilbrigðiskerfið þvert á flokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“