fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Rússneska sjónvarpið: Þeytingi er laumulega beint gegn Kremlverjum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikfangið þeytingur eða þyrilsnælda, e. fidget spinner, nýtur mikilla vinsælda meðal allra aldurshópa um allan heim. Mynd/Getty

Eftir Björn Bjarnason:

Frá því var sagt hér á landi i vor að nýtt æði hefði gripið íslensk börn og ungmenni, leikfang sem kallast á ensku fidget spinner. Margar tillögur hefðu komið fram um íslenskt heiti yfir þessi leikfang, til að mynda spinnegal, eirðarkringla, þeytispjald, þyrilsnælda, snældusnúður, fiktisnælda, snælduspóla, spunavél, askibani eða aðins þeytingur sem hér verður notað.

Þeytingur nýtur vinsælda um heim allan, meðal barna vekur hann alls staðar mikinn áhuga, svo mikinn að í Rússlandi varð yfirvöldunum nóg boðið og í rússneska ríkissjónvarpinu var gefið til kynna að ætlunin væri með þeytingi að vinna gegn Kremlverjum.

Í fréttum í rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni TV Rossija-24 var áhorfendum sagt að þeyting hefði „nokkrum sinnum mátt sjá í höndum félaga í stjórnarandstöðunni“. Var gefið til kynna að leikfangið væri nátengt pólitískum undirróðri bæði innan Rússlands og utan.

Neytendastofa Rússlands, Rospotrebnadzor, vísaði til sjónvarpsfréttarinnar og gaf fyrirmæli um að rannsakað yrði hvort þeytingur hefði neikvæð áhrif á heilsu og líðan barna.

Greiningardeild ESB á rússneskum áróðurs- og lygafréttum segir að þetta sé ekki fyrsti leikurinn fyrir börn sem rekja megi til vondra, vestrænna njósnara.

Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexeijs Navalníjs voru nýlega sakaðir um að vera í sambandi við sjálfsmorðshópa á netinu sem beindu spjótum sínum að rússneskum unglingum og rússneskir ríkismiðlar hafa kallað Navalníj sjálfan „pólitískan barnaníðing“ vegna þess hve vel honum hefur gengið að virkja unga Rússa til þátttöku í mótmælaaðgerðum. Nú hefur greinilega verið gefin sú „lína“ frá Kreml að í ráðandi rússneskum fjölmiðlum sé andstöðu við stjórnvöld lýst sem líkamlega hættulegri fyrir unga Rússa.

Ekki er langt um liðið síðan sagt var frá því í rússnesku sjónvarpi að Pokemon Go-leikurinn væri í raun runninn undan rifjum erlendra njósnastofnana og væri liður í njósnastarfsemi þeirra um heim allan.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum