fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

„Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra.

Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins segir stóra lærdóminn við sænska lekamálið vera að ekki eigi að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Lekamálið sænska  snýr að stórfelldum leka á persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum frá Samgöngustofu Svía sem birt voru í ógáti á netinu, áttu göngin að vera hýst hjá tæknirisanum IBM í Tékklandi. Í kjölfar ríkisstjórnarfundar í morgun tilkynnti Stefán Löfven forsætisráðherra Svía á blaðamannafundi að tveir ráðherrar myndu víkja vegna málsins. Svavar segir þó að stóra fréttin af blaðamannafundinum sé að Löfren telji Svíþjóðardemókratana sem hluta af stjórnarandstöðunni:

Stóra fréttin við endurskipulagningu sænsku stjórnarinnar í dag er að forsætisráðherrann Stefan Löfven telur að Sverigedemokraterna flokkur hægri popúlista, sem sumir kalla fasista, séu hluti af stjórnarandstöðunni,

Stefán Löfren forsætisráðherra Svíþjóðar. Mynd/EPA

segir Svavar á Fésbók, hann bætir við:

„Stefan Löfven hefur staðið sig vel sem forsætisráðherra eftir erfiða tíma á bæ Sósíaldemókrata. Í þetta skipti kom í ljós að hin sænska samgöngustofa hafði falið einkafyrirtækjum að sinna verkefnum og fyrirækin höfðu farið óvarlega með upplýsingar sem flokkast undir öryggismál. Þetta notaði stjórnarandstaðan sem hefur með Sverigedemokraterna meirihluta í sænska þinginu. Sósíaldemókratar stjórna áfram með stuðningi Vinstri flokksins.“

Svavar segir að stóri lærdómurinn af þessu máli sé að treysta ekki einkafyrirtækjum fyrir upplýsingum sem varða þjóðaröryggi:

Lærdómurinn er sá að það á ekki að treysta einkafyrirtækjum fyrir staðreyndum sem varða þjóðaröryggi. Útvistun alls konar verkefna var ákveðin í tíð íhaldsstjórnarinnar í Svíþjóð. Þess vegna kom til tals að kæra fjórflokkinn sem að henni stóð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sænska þingsins. Þeir flokkar báru pólitíska ábyrgð á útvistuninni sem skók sænska stjórnkerfið síðustu daga. Nú er það veður gengið yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti