fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Fullkomnari og meiri falskar fréttir – hvernig getum við varist þeim?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nokkuð hrollvekjandi grein í viðskiptatímaritinu Forbes má lesa um Edgar Welch, mann frá Norður-Karólínu, sem réðist inn í pitsusjoppu í Washington DC, skaut vopnaður hríðskotariffli. Markmið hans var að frelsa börn sem þar áttu að vera í haldi á vegum hrings barnaníðinga sem var stjórnað af Hillary Clinton. En það var enga barnaníðinga að finna á veitingastaðnum Comet Ping Pong, bara pitsur.

Edgar Welch hafði frétt um þennan hring barnaníðinga á vefsíðum sem flytja falskar fréttir. Slíkur fréttaflutningur hafði mikil áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum og það er ekki auðvelt að koma í veg fyrir hann. Auðhringir eins og Facebook og Google aðhafast ekki mikið. Við getum líka verið að horfa upp á það að falskur fréttaflutningur færist í aukana, verði enn hættulegri og ísmeygilegri.

Í Guardian sagði í gær frá tækni sem gerir mönnum kleift að breyta mynd og hljóði þannig að fólk segir eitthvað allt annað en það gerir. Hér er sýnt hvernig þetta er gert við George W. Bush, Donald Trump og Vladimir Pútin með þessari aðferð.

 

 

Það er semsagt hægt að taka hvern sem er og láta hann segja hvað sem er, viðurkenna að hann sé þjófur, lemji maka sinn eða sé barnaníðingur. Eða bara eitthvað bull. Sumt verður trúverðugt, annað ekki. Það verða alltaf einhverjir eins og Edgar Welch sem trúa vitleysunni.

Framtíð fjölmiðlunar er í gríðarlegu uppnámi vegna nýrrar tækni og áhrifa samskiptamiðla. Eina ráðið við þessu er að styrkja hefðbundna og trúverðuga fjölmiðla sem fara ekki með fleipur, líka þótt maður sé ekki sammála öllu sem þeir segja. Og þörfin á ríkisfjölmiðlum er hugsanlega meiri en nokkru sinni fyrr, eins og mátti lesa í grein í Financial Times sem hér er vitnað í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“