fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Bandaríkjaþing storkar Trump

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, en slíkt frumvarp gengur í berhögg við áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Trump og stjórnvöld í Rússlandi eru mótfallinn frumvarpinu og segja talsmenn stjórnvalda í Kreml að ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi það eyðileggja möguleikann á að bæta samband ríkjanna.

Paul Ryan þingforseti. Mynd/EPA

Áður en frumvarpið verður að lögum þarf það að fara vera samþykkt af öldungadeildinni og af Trump sjálfum. Samkvæmt BBC liggur ekki fyrir af hálfu Hvíta hússins hvort Trump muni neita að skrifa undir lögin ef þau verða samþykkt af öldungadeildinni, nú sé verið að fara yfir frumvarpið:

Forsetinn er hlynntur hörðum refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu, Írans og Rússlands, en nú er Hvíta húsið að fara yfir frumvarpið og bíður nú eftir að fá gögn til að kynna forsetanum,

sagði Sarah Huckabee talskona Hvíta hússins. Frumvarpið var samþykkt með 416 atkvæðum gegn 3 og lýsir Paul Ryan þingforseti því með eftirfarandi hætti:

Það herðir skrúfurnar á okkar helstu andstæðingum til að halda Bandaríkjunum öruggum.

Frumvarpið er viðbót við refsiaðgerðir á hendur Rússum í kjölfar innlimunar Krímskaga og átakanna í Úkraínu. Felur það í sér viðskiptaþvinganir á hendur evrópskum fyrirtækjum sem eiga í orkuviðskiptum við Rússa, myndi það meðal annars bitna á Nord Stream 2 gasleiðslunni frá Rússlandi til Þýskalands. Þar að auki ættu rússnesk fyrirtæki erfiðara að fá lán til langstíma og eignir ríkisfyrirtækja tengdum námuvinnslu og lestarkerfum yrðu frystar. Einnig kæmi frumvarpið í veg fyrir að forseti Bandaríkjanna geti aflétt viðskiptaþvingununum án aðkomu þingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum