fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Pútín segir femínisma af því góða: Heitir að láta af embætti í síðasta lagi árið 2024

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti svarar spurningum í Sochi. Mynd/EPA

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heitir því að breyta ekki stjórnarskrá Rússlands til að gera sjálfum sér kleift að sitja í embætti fram yfir næsta kjörtímabil sem endar árið 2024. Pútín heimsótti barnaskóla í Sochi og svaraði þar spurningum barnanna um allt milli himins og jarðar, breska vefritið Independent greinir frá. Margt forvitnilegt kom fram í spurningatímanum, þar á meðal um framtíð Pútíns í stjórnmálum, þó svo að spurningarnar hafi verið á léttari nótunum.

Dmitry Medvedev ásamt Pútín. Mynd/EPA

Pútín tók við sem forseti Rússlands um aldamótin og sat til ársins 2008 þar sem stjórnarskráin kveður á um að forseti megi ekki sitja í fleiri en eitt kjörtímabil. Pútín tók þá við sem forsætisráðherra Rússlands á meðan Dmitry Medvedev, núverandi forsætisráðherra sat sem forseti. Árið 2011 var kjörtímabil forseta lengt úr fjórum í sex ár og tók Pútín aftur við sem forseti árið 2012 og lýkur því hans fyrra sex ára kjörtímabili á næsta ári. Búist er við því að hann bjóði sig fram aftur og sitji þá til ársins 2024. Pútín fékk spurningu úr sal um hvenær hann myndi láta af embætti, hann svaraði:

Ég hef reyndar ekki ákveðið hvort ég hætti,

sagði Pútín léttur í bragði og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann hét því þó að breyta ekki stjórnarskránni og því láta af embætti í síðasta lagi árið 2024:

Ég hafði tækifæri til þess, ég var meira að segja beðinn um að breyta stjórnarskránni en ég gerði það ekki og ég ætla ekki að gera það.

Líkindi milli gervimanna á netinu og sér þegar hann starfaði hjá KGB

Aðspurður hvað hann gerði í frístundum sínum sagði Pútín:

Mér finnst gaman að tala við vini mína, lesa bækur um sagnfræði, hlusta á tónlist og stunda íþróttir.

Börnin fylgjast með forsetanum í Sochi síðastliðinn föstudag. Mynd/EPA

Pútín segist sjaldan nota internetið, en sagði þó að það væru mikil líkindi milli þeirra sem kæmu fram undir fölsku flaggi á netinu og sér þegar hann starfaði sem leyniþjónustumaður KBG. Varðandi femínisma sagði Pútín að það hreyfingin væri af hinu góða, sérstaklega þar sem Rússland ætti enn langt í land með að borga konum jafn mikið og körlum. Þó ættu Vesturlönd einnig við slíkan vanda að glíma en sem betur fer væri staða kynjanna í Rússlandi jafnari en víða í Miðausturlöndum.

Pútín gerði fleira en að svara spurningum á þeim þrem tímum sem hann heimsótti barnaskólann, fór hann í armbeygjukeppni við dreng, lét taka myndir af sér og viðurkenndi að hafa sofnað við að horfa á heimildarmynd Oliver Stone um sjálfan sig. Aðspurður um þrjú mikilvægustu gildin í lífinu sagði Pútín:

Ástin, frelsið og lífið sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka