fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Eyjan

Þóttist japanska forsætisráðherrafrúin ekki kunna ensku til að þurfa ekki að tala við Trump?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júlí 2017 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akie Abe og Melania Trump.

Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar G-20 ríkjanna, tuttugu stærstu iðnríkja heims, á fundi í Hamborg í Þýskalandi. Eftir ráðstefnuna var haldin vegleg veisla þar sem valdamesta fólk heims snæddi saman kvöldverð. Sætaröðunin var á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti sat hliðina á Akie Abe, eiginkonu Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, einnar helstu bandalagsþjóðar Bandaríkjana.

Í einkaviðtali við New York Times síðasta miðvikudag ræddi Trump meðal annars um veisluna og hve erfitt það hefði verið að sitja hliðin á konu sem talaði ekki stakt orð í ensku, „ekki einu sinni ,halló‘“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þau sátu saman í tvo tíma og á meðan leiðtogar heimsvelda og makar þeirra ræddu sín á milli um allt milli himins og jarðar sátu Trump og Abe í þrúgandi þögn. Engu að síður var Trump ánægður með afrakstur kvöldsins en samskiptaleysið reyndist honum erfitt.

Það var einn túlkur frá Japönunum, annars hefði þetta verið enn erfiðara. Ég naut hins vegar kvöldsins með henni og hún er yndisleg kona og ég naut – þetta var allt saman gott,

sagði Trump enn fremur við New York Times.

En það er einn hængur á. Akie Abe talar að því er virðist ensku.

Skömmu eftir að viðtalið við Trump fór í loftið fóru netverjar að grennslast fyrir um Akie Abe og enskukunnáttu hennar. Á YouTube má finna myndband frá R3ADY Asíu-Kyrrahafsráðstefnunni í New York árið 2014. Þar sést hún flytja 15 mínútna ræðu og endar á því að brosa, hneigja sig og segir „Takk kærlega fyrir mig“ á ensku.

Þessar upplýsingar glöddu marga andstæðinga Trump sem hafa gert að því skónna að forsætisráðherrafrúin hafi gert sér upp þekkingarleysi til að þurfa ekki að tala við bandaríska forsetann og blaðamenn hafa margir lýst furðu sinni á þessari staðhæfingu Trump að Abe kunni ekki stakt orð í ensku. Eiginmaður hennar flutti ræðu fyrir bandaríska þinginu á ensku fyrir nokkrum árum og því er afar ólíklegt að Abe tali enga ensku.

Það eru þó ekki allir sem kaupa þessa sögu af meintri hunsun Akie Abe. Í Washington Post er sagt frá því að þrátt fyrir að hún hafi stundað nám í skólum þar sem kennt var á ensku sé hún ekki það sleip í tungumálinu að hún treysti sér til að halda uppi samræðum á ensku. Til að mynda hafi hún flutt ræðu á viðburði í bandarískum skóla í stjórnartíð Barack Obama forvera Trumps í embætti með aðstoð túlks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur