Nú er aftur deilt um íslensku krónuna. Ég ræddi um daginn við erlendan fjárfesti sem þekkir vel til á Íslandi.
Hann sagðist ekki skilja hvað Íslendingar væru að enn að burðast með krónuna. Nú væri hún að koma okkur í vandræði aftur.
Íslendingar gætu þess vegna tekið upp dönsku krónuna. Og þá yrði ekki þörf fyrir Seðlabankann.
En, sagði ég, bjargaði krónan okkur ekki eftir hrunið?
Án krónunnar hefði ekki orðið slíkt hrun, svaraði hann.