fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Nýr dómur: Norðmenn hrósa hafréttarlegum sigri í Smugunni í Barentshafi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 2. júlí 2017 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskt kort sem sýnir Smuguna svokölluðu í Barentshafi. Normenn kalla hana „Smutthullet.“ Mynd af vef NRK.

Í síðustu viku féll dómur í Noregi sem talinn er hafa mikið fordæmisgildi í tenglsum við veiðiréttindi á alþjóðlega hafsvæðinu suðaustur af Svalbarða sem kallað er Smugan. Íslendingar stunduðu þorskveiðar þar um miðbik tíunda áratugarins og stóðu í deilum vegna þess við Norðmenn og Rússa. Smugan liggur bæði að norskri og rússneskri landhelgi auk þess sem vesturmörk hennar eru að hinu svokallaða Svalbarðasvæði.

Ágreiningnum um þorskveiðarnar í Smugunni lyktaði með því að Íslendingum var úthlutað þorskveiðiheimildum í Barentshafi.

Síðan þetta var hefur ríkt þokkalegur friður um fiskveiðar á hafsvæðinu sem kallað er Smugan. Á undanförnum árum hafa hins vegar verið teknar upp veiðar á krabbategund einni sem kallast snjókrabbi og lifir í austanverðu Barentshafi og þar með talið í Smugunni. Skip af ýmsum þjóðernum hafa stundað þessar veiðar þar sem krabbinn er fangaður í gildrur. Þau hafa meðal annars athafnað sig í Smugunni og útgerðir þeirra talið að þær væru þar í fullum rétti til veiða án þess að spyrja kóng né prest þar sem þetta væri alþjóðlegt hafsvæði. Árið 2014 settu norsk stjórnvöld hins vegar einhliða reglur sem banna snjókrabbaveiðar án leyfis Norðmanna í Smugunni.

Norskur fiskibátur á veiðum í Barentshafi.

Í júlí 2016 létu norsk yfirvöld á þetta reyna. Krabbaveiðiskip frá Litháen var tekið fyrir meintar ólöglegar veiðar í Smugunni og lögreglustjórinn í Finnmerkurfylki í Norður-Noregi krafðist þess að útgerðin greiddi tvær og hálfa milljón norskra króna í sekt. Það jafngildir tæplega 31 milljón íslenskra króna á gengi dagsins.

Útgerðin féllst ekki á þetta og málinu var vísað til dóms í þingrétti sem er neðsta af þremur dómstigum í Noregi. Þar var kveðinn upp sýknudómur. Norsk stjórnvöld áfrýjuðu þeim dómi til millidómstigsins sem er lögmannarétturinn. Hann kvað upp sinn dóm í síðustu viku. Þar var dómsniðurstöðu þingréttarins snúið við. Útgerðin skal greiða upphaflegu sektina og skipstjórinn fær 15 þúsund norskra krónu sekt.

Lars Fause saksóknari telur þennan dóm þýðingamikinn sigur fyrir Noreg:

Noregur hefur unnið þjóðarréttindi yfir stóru hafsvæði þar sem að öllum líkindum finnast milljarðaverðmæti í formi snjókrabba og kóngakrabba sem veiða má á hafsbotni þar,

segir Fause við norska ríkisútvarpið NRK.

Hann telur ákveðið að Smugan svokallaða sé nú hafsvæði sem ekki er lengur opið til nytja fyrir hvern sem kjósi að gera slíkt.

Dómurinn hefur slegið því föstu að Noregur getur sett reglurnar þarna og að norska Strandgæslan geti framfylgt þeim. Nú getur Strandgæslan framfylgt þeim bæði skýrt og ákveðið í Smugunni.

Norska freigátan Roald Amundsen, stödd á dögunum við Hvítanes í Hvalfirði. Norðmenn hafa endurnýjað stóran hluta af her- og strandgæsluskipaflota sínum á undanförnum árum, ekki síst til að geta staðið vörð um hafréttarlega hagsmuni sína. Þetta skip er tíu ára gamalt.

Fause segir að Noregur hafi árið 2009 fengið samþykki innan Sameinuðu þjóðanna til að lýsa yfir efnahagslegri grunnslóð utan 200 sjómílna marka Noregs á því svæði sem kallist Smugan. Árið eftir hafi Noregur og Rússland samið um ákveðna miðlínu á svæðinu sem skipti auðæfum svo sem gasi og olíu í hafsbotninum milli landanna tveggja. Jarðfræðingar hafa þegar gefið út að gríðarlegar auðlindir af því tagi sé sennilega að finna í Smugunni.

Að sögne Fause mun Smugan enn sem fyrr teljast alþjóðlegt hafsvæði en það gildi einungis um sjálfan sjóinn á svæðinu. Hafsbotninn og auðlindir undir honum og á, tilheyri hins vegar Noregi og Rússlandi.

Búist er við að snjókrabbaveiðidómi norska Lögmannaréttarins verði áfrýjað til Hæstaréttar Noregs. Fause saksóknari segist ekki óttast það:

Ákæruvaldið mun enn á ný mæta vel undirbúið til leiks þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“