Í gær birtist á netinu reikningur úr ónefndri sjoppu á vinsælum ferðamannastað. Á reikningnum má sjá að hálfur líter af kóki kostar 450 krónur flaskan. Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 390 krónur. Súkkulaðistykki, Nói Síríus, kostar 890.
Það voru keyptar 2 kókflöskur, 7 vatnsflöskur og 2 súkkulaðistykki.
Ég gerði mér það að leik að skoða hvað sambærilegar vörur kosta í Grikklandi. Nú skal tekið fram að laun eru lægri á Grikklandi, kaupmáttur minni, en við erum samt á vinsælum ferðamannastað þar sem verðlag er eitthvað hærra en það myndi vera þar sem aldrei sjást túristar.
Ég fór í sjoppuna sem er opin hér fram á kvöld. Þetta var frekar einfalt.
Kók, hálfur líter, kostar 1 evru.
Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 50 sent.
Súkkulaðistykki, Lacta, mjög sambærilegt við Nóa Síríus, kostar 1.50 evrur.
Verðið á þessum vörum væri semsagt 8,50 evrur í Grikklandi, það er rétt um 1000 krónur. En í téðri sjoppu á Íslandi er verðið semsagt meira en fimm sinnum hærra, 5410 krónur.
Sjoppan, eða Periptero eins og það kallast á grísku.