fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Meira en fimmfaldur verðmunur

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. júlí 2017 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist á netinu reikningur úr ónefndri sjoppu á vinsælum ferðamannastað. Á reikningnum má sjá að hálfur líter af kóki kostar 450 krónur flaskan. Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 390 krónur. Súkkulaðistykki, Nói Síríus, kostar 890.

Það voru keyptar 2 kókflöskur, 7 vatnsflöskur og 2 súkkulaðistykki.

 

 

Ég gerði mér það að leik að skoða hvað sambærilegar vörur kosta í Grikklandi. Nú skal tekið fram að laun eru lægri á Grikklandi, kaupmáttur minni, en við erum samt á vinsælum ferðamannastað þar sem verðlag er eitthvað hærra en það myndi vera þar sem aldrei sjást túristar.

Ég fór í sjoppuna sem er opin hér fram á kvöld. Þetta var frekar einfalt.

Kók, hálfur líter, kostar 1 evru.

Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 50 sent.

Súkkulaðistykki, Lacta, mjög sambærilegt við Nóa Síríus, kostar 1.50 evrur.

Verðið á þessum vörum væri semsagt 8,50 evrur í Grikklandi, það er rétt um 1000 krónur. En í téðri sjoppu á Íslandi er verðið semsagt meira en fimm sinnum hærra, 5410 krónur.

 

Sjoppan, eða Periptero eins og það kallast á grísku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings