fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Meira en fimmfaldur verðmunur

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. júlí 2017 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist á netinu reikningur úr ónefndri sjoppu á vinsælum ferðamannastað. Á reikningnum má sjá að hálfur líter af kóki kostar 450 krónur flaskan. Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 390 krónur. Súkkulaðistykki, Nói Síríus, kostar 890.

Það voru keyptar 2 kókflöskur, 7 vatnsflöskur og 2 súkkulaðistykki.

 

 

Ég gerði mér það að leik að skoða hvað sambærilegar vörur kosta í Grikklandi. Nú skal tekið fram að laun eru lægri á Grikklandi, kaupmáttur minni, en við erum samt á vinsælum ferðamannastað þar sem verðlag er eitthvað hærra en það myndi vera þar sem aldrei sjást túristar.

Ég fór í sjoppuna sem er opin hér fram á kvöld. Þetta var frekar einfalt.

Kók, hálfur líter, kostar 1 evru.

Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 50 sent.

Súkkulaðistykki, Lacta, mjög sambærilegt við Nóa Síríus, kostar 1.50 evrur.

Verðið á þessum vörum væri semsagt 8,50 evrur í Grikklandi, það er rétt um 1000 krónur. En í téðri sjoppu á Íslandi er verðið semsagt meira en fimm sinnum hærra, 5410 krónur.

 

Sjoppan, eða Periptero eins og það kallast á grísku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“