fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 22:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Kári Stefánsson. Mynd/Eyjan

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans:

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs

Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í eymdinni. Það er ekki laust við að það sé svolítill Bjartur í Sigmundi Davíð fyrrverandi forsætisráðherra þegar hann hendir skít í mig fyrir þá staðreynd að Íslensk erfðagreining tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans á sínum tíma.

Bið ég nú Bjart afsökunar á því að ég skuli líkja honum við þann mann sem fyrir hönd þjóðarinnar samdi við sjálfan sig í hópi kröfuhafa í íslensku bönkunum.

Staðreyndir málsins eru eftirfarandi: Að mati ráðamanna var mikill skortur á erlendum fjárfestingum í íslensku samfélagi. Til þess að bregðast við honum bauðst Seðlabankinn nokkrum sinnum til þess að kaupa erlendan gjaldeyri á mun hærra verði en markaðist af skráðu gengi krónunnar gegn því að krónurnar yrðu fjárfestar í verkefnum á Íslandi sem Seðlabankinn legði blessun sína yfir. Íslensk erfðagreining brást við þessu boði með því að selja Seðlabankanum stórar fjárupphæðir í erlendum gjaldeyri og fjárfesti síðan krónurnar sem hún fékk fyrir þær alfarið í atvinnustarfsemi í Vatnsmýrinni.

Seðlabankinn lýsti ákveðinni þörf í íslensku samfélagi og bauð upp á leið til þess að mæta henni sem Íslensk erfðagreining nýtti sér og íslensku samfélagi.

Þeir tíu milljarðar króna sem Íslensk erfðagreining fjárfesti hér á landi í gegnum þessa leið Seðlabankans eru þó ekki nema í kringum 7% af þeim 150 milljörðum sem fyrirtækið hefur flutt til landsins í erlendum gjaldeyri og fjárfest hérlendis síðan það var stofnað.

Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa