Velta ferðaþjónustu jókst verulega í mars og apríl á þessu ári þegr miðað er við sömu mánuði í fyrra. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar jókst veltan á bílaleigumarkaði um rúm 25% á milli ára, veltan hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum jókst um 23,3% á milli ára, svo jókst velta gististaða og veitingareksturs um 18,6%.
Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að velta í byggingastarfsemi hafi aukist mikið milli ára, eða um 20,5%. Velta í sjávarútvegi dróst hins vegar verulega saman í mars og apríl á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Velta í fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu var 9,4% minni og velta í verslun með fisk var 18,6% minni.