fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Hin eindregna krafa um nekt í sturtuklefum

Egill Helgason
Föstudaginn 14. júlí 2017 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í eina tíð, löngu fyrir tíma samskiptamiðla, voru lesendabréf eitthvert langvinsælasta lesefni í dagblöðum. Öll blöð héldu úti sérstökum síðum með lesendabréfum, sú frægasta var Velvakandi í Mogganum. Kannski er hann til ennþá, en er þá ekki nema svipur hjá sjón. Harðasti innsendari lesendabréfa í Velvakanda var „Húsmóðir í Vesturbænum“ eða bara „Húsmóðir“ sem hafði mikla óbeit á kommúnistum. Grunur lék á að húsmóðirinn væri í raun fullorðin karl. En bréfin voru dægilegasta skemmtilesning. Húsmóðirin varð sögufræg persóna og gaf Magnúsi Kjartanssyni sem skrifaði pistla af vinstri vængnum lítið eftir:

 

 

 

En það kom oft fyrir að ekki barst nóg af lesendabréfum inn á ritstjórnirnar. Því var það svo á sumum blöðum að blaðamennirnir sjálfir voru settir í að skrifa lesendabréfin. Það var jafnvel á þessu ákveðinn kvóti, blaðamaðurinn skyldi skila svosem einu til tveimur lesendabréfum í viku. Sumir voru býsna góðir í að skrifa eitthvað sem kom blóðinu á hreyfingu, rétt eins og á félagsmiðlum nútímans.

Nú birtir hið ágæta rit Grapevine svohjóðandi lesendabréf frá konu í Kansas.

 

 

Það er eitthvað sem segir manni að bréfið kunni að vera skrifað inni á ritstjórn Grapevine. Við skulum samt ekki staðhæfa það. Ég tek fram að mér þykir Grapevine afar gott blað og dáist að úthaldi þess.

En það mega útlendingar vita að við Íslendingar gefum okkur ekki fyrr en í fulla hnefana með nektina í sturtunum. Þar skulu allir vera allsberir, háir og lágir, feitir og mjóir, konur og karlar – enginn kemst undan. Þetta er eitt af því sem gerir okkur að Íslendingum, stór þáttur í þjóðarkarakter okkar.

Þótt kannski væri ekki stórkostleg hætta á ferðum þótt sett væru upp snyrtileg hengi sumsstaðar, svona fyrir hina ofurviðkvæmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur“

„Ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu