fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Sjálfkeyrandi bílar, áróður og auglýsingamennska

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um sjálfkeyrandi bíla er að þróast á dálítið einkennilegan hátt. Hún er farin að einkennast af því að sérstakir vinir einkabílsins nota hana til að lemja á almenningssamgöngum – því er haldið fram að mjög fljótlega verði almenningssamgöngur óþarfar vegna sjálfkeyrandi bílanna.

Þetta er ekki bara hér á Íslandi, auðvitað ekki – við höfum ekki slíka sérstöðu – heldur víða um heim eins og menn geta séð með því að gúgla smá.

Staðreyndin er hins vegar sú að það gæti verið býsna langt í sjálfkeyrandi bíla sem geta virkað almennilega í gatnakerfinu. Þróun þessarar tækni er á algjöru frumstigi og bílar sem hafa verið prófaðir ráða ekki við einföldustu verkefni sem ökumenn þurfa að takast á við á hverjum degi. Flestir sjálfkeyrandi bílarnir gera ráð fyrir að ökumaður geti gripið í stýrið með litlum fyrirvara, eins og til dæmis má sjá varðandi þessa útgáfu frá Toyota. Vonandi er bílstjórinn ekki að horfa á snjallsímann sinn þegar eitthvað óvænt kemur upp á?

Það er líka spurning um hvernig við deilum þessari tækni, hvort hún útrýmir t.d. einkabílnum, hvaða rými verður fyrir hana í borgunum, hvað verður á álagstímum – og svo eru siðferðisleg vandamál eins og hvort við viljum láta sjálfkeyrandi bíl aka á vegfaranda fremur en að farþegar inni í bifreiðinni meiðist eða jafnvel bíði bana. Sjálfkeyrandi bílar verða að veruleika einhvern tíma, vissulega, en hugsanlega þarf þá að byggja upp net þar sem þeir eru samtengdir. Slíkar bifreiðar munu fækka umferðarslysum verulega, en svo er annað álitamál: Við umberum slys þegar þau eru af manna völdum, en það verður erfiðara að sætta sig við stór slys í umferðinni vegna þess að búnaður í sjálfkeyrandi bíl bilar. Í því sambandi má nefna að gerðar eru miklar ráðstafanir vegna líþíum battería í flugvélum, enda þótt að dæmin um að slík batterí springi séu í raun örfá.

Bílaframleiðendur sjá sér hag í því að tala upp þessa tækni og láta eins og hún sé á næsta leiti. Þeir vilja náttúrlega geta haldið áfram að selja varning sinn. Hér eru tvær greinar úr virtustu fjölmiðlum Bandaríkjanna þar sem er talað um sjálfkeyrandi bíla sem hype. Nákvæm íslensk þýðing er ekki til, en þetta er eins konar sambland af áróðri og auglýsingamennsku.

Önnur greinin er úr Wall Street Journal og nefnist Self Driving Hype Doesn´t Reflect Reality.

Hin er úr New York Times og nefnist Silicon Valley-Driven Hype for Self-Driving Cars.

Hér er svo ansi skemmtileg auglýsing um framtíð samgangna í borgum. Hún kemur frá Svíþjóð. Horfið til enda – endirinn er skemmtilega óvæntur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“