fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Eyjan

Biðst afsökunar á að hafa notað orðið „negri“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. júlí 2017 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anne Marie Morris þingmaður breska Íhaldsflokksins.

Anne Marie Morris þingmaður Íhaldsflokksins breska hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið „negri“ eða „nigger“ í opinberum umræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. BBC greinir frá þessu. Orðið lét hún falla á ráðstefnu Politeia og voru þau birt á vef Huffington Post í dag. Var Morris þá að tala um áhrif Brexit á fjármálakerfi Bretlands og sagði:

Það sem er alvöru negrinn í viðarstaflanum, sem er hvað gerist eftir tvö ár ef það verður ekki samið.

Bandarísk teikning af Jim Crow frá árinu 1832. Aðskilnaðarlög Suðurríkjanna voru kennd við þessa söngpersónu.

Um er að ræða orðatiltæki sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna á 19.öld þegar þrælar flúðu Suðurríkin til að komast norður, var þá talað um að þeir myndu fela sig í viðarstafla. Rithöfundar notuðu þetta nokkrum sinnum á 20.öld þegar talað var um falið vandamál, eða vandamál sem er ekki augljóst öllum.

Frjálslyndir demókratar á breska þinginu hafa kallað eftir því að Theresa May forsætisráðherra reki Morris úr þingflokki Íhaldsflokksins:

Þessi viðbjóðslegu ummæli eiga heima á tímum Jim Crow-laganna og eiga ekkert erindi við þingið,

sagði Tim Farron leiðtogi Frjálslyndra demókrata. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins notar þetta orðatiltæki við dræmar undirtektir, árið 2008 notaði Dixon-Smith lávarður þetta orðatiltæki í umræðum í lávarðadeild breska þingsins. Baðst hann afsökunar og fékk stuðning frá David Cameron þáverandi forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“