fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Íhaldsflokkurinn missir meirihluta á breska þinginu – Getur sett Brexit í uppnám

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. júní 2017 04:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Mynd/EPA

Samkvæmt spá frá BBC þá fær breski Íhaldsflokkurinn 316 þingsæti og missir þar með hreinan meirihluta á breska þinginu en hann hafði 331 þingsæti fyrir kosningarnar en 326 þingsæti tryggja meirihluta. Theresa May, forsætisráðherra, boðaði óvænt til þingkosninga til að styrkja stöðu Íhaldsflokksins fyrir samningaviðræðurnar um Brexit og tryggja að Brexit verði að veruleika en úrslit kosninganna eru mikill ósigur fyrir hana og geta haft mikil áhrif á Brexit. Verkamannaflokkurinn fær 265 þingsæti samkvæmt spá BBC og styrkir stöðu sína á þingi verulega. Frjálsyndir vinna á og bæta við sig þingsætum en Skoski þjóðarflokkurinn tapar um 20 þingsætum samkvæmt spánni og endar með 34.

Úrslitin eru „algjörar hörmungar“ fyrir May og Íhaldsflokkinn sagði George Osborne, fjármálaráðherra frá 2010 til 2016 á vegum Íhaldsflokksins, í nótt og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, tók undir það. Sturgeon sagði að May hafi boðað til kosninga og hafi af miklu yfirlæti trúað að hún myndi gjörsigra stjórnarandstöðuna og ná öruggum meirihluta á þingi.

May sagði í nótt að hún muni ekki segja af sér embætti forsætisráðherra en ljóst er að hún hefur ekki meirihluta á bak við sig á þingi. Samkvæmt hefðinni situr forsætisráðherra þó áfram þar til búið er að mynda nýja ríkisstjórn.

Sky-fréttastofan segir að úrslit kosninganna muni gera Brexit mun erfiðara en talið var og það jafnvel þótt allar spár reynist rangar og Íhaldsflokkurinn fái nauman meirihluta á þingi. Nú blasi við að engin ríkisstjórn, með þingmeirihluta, verði við völd á næstunni og það geti haft áhrif á Brexit viðræðurnar sem eiga að hefjast 19. júní. Ekki sé hægt að útiloka að kjósa þurfi að nýju síðar á árinu eða snemma á næsta ári og það geti sett fyrirhugaða tveggja ára áætlun um Brexit í uppnám.

Reiknað er með að viðræðurnar taki 14 til 18 mánuði en Bretar ganga að öllu óbreyttu úr ESB þann 29. mars 2019, nákvæmlega tveimur árum eftir að May virkjaði úrsagnarákvæði úr ESB. Ekki er hægt að framlengja þennan tíma nema öll hin ESB-ríkin samþykki það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?