fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Galli á skipan dómara í Landsrétt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. júní 2017 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað um skipan dómara í Landsrétt – og er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að pólitísk sjónarmið hafi meðal annars ráðið ferð. Ástráður Haraldsson og Eiríkur Jónsson sem var rutt af lista tillögunefndar eiga báðir fortíð á vinstri væng stjórnmálanna. En minna hefur verið rætt um nokkuð stóran formgalla sem virðist vera á meðferð málsins sem felst í því að Alþingi ber að fjalla um hvern og einn dómara, en ekki um fjölmennan lista. Og þannig á að leggja málið fyrir þingið.

Þetta sýnist manni vera býsna skýrt í lögum um dómstóla sem þarna á að fara eftir.

Ákvæði til bráðabirgða.
IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 1) 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.

Þarna sér maður ekki betur en sé býsna stór veikleiki á skipun dómaranna við Landsrétt – ofan á allt hitt. Dómaranna ber að skipa hvern fyrir sig, ekki í hóp eða kollektíft. Spurning hvort þetta sé ekki eitthvað sem muni koma til kasta dómstóla ef kemur til kasta þeirra að fjalla um þennan embættisgjörning?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna