fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Vindurinn kemur frá Afríku

Egill Helgason
Föstudaginn 30. júní 2017 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar


Þeir sem kvarta undan veðrinu á Íslandi geta huggað sig við að varla vildu þeir vera í óbærilegum hita. Eftir ágætis veður á Grikklandi undanfarið, hita um 25 stig hér á eyjunni, er skollin á ógurleg hitabylgja. Það eru suðlægir vindar ríkjandi, þeir blása frá eyðimörkum Afríku, það kemur mistur í loftið og mikil molla.

Annars eru í Eyjahafinu að sumarlagi oft ríkjandi norðanvindar sem eru nokkuð svalir, geta orðið býsna hvassir svo minni skip eiga í vandræðum með að sigla. Meltemi vindurinn sem blæs á sumrin stafar af háþrýstisvæði yfir Balkanskaga og lágþrýstisvæði yfir Tyrklandi. Þrátt fyrir hvassviðri getur hann verið líkt og bjargvættur á heitum sumrum. Veitingastaðir og hótel út um Eyjahafið bera nafn hans – Meltemi.

En hitinn hérna er í annarri deild en það sem gerist uppi á meginlandinu og í Aþenu. Hérna er hann kannski 33-34 stig en í Aþenu er að mælast hiti upp í 44 stig. Ekki bætir úr að ruslakarlar þar hafa verið í verkfalli sem leystist ekki fyrr en í gær. Það tekur tíma að vinna á illa þefjandi sorphrúgum. Og svo les maður fréttir um deildir á sjúkrahúsum í borginni þar sem er engin loftkæling. Kreppan fer ekki framhjá neinum sem kemur til Aþenu – en úti á eyjunum og á ferðamannastöðum verður hennar miklu síður vart. Það er von á metári í túrisma í Grikklandi.

Maður þarf svosem ekki að kvarta, verandi nálægt sól, sjó og sundlaug – og hafandi nóg að drekka, ferska ávexti og ís. Hitabylgjan á að ganga yfir um helgina, á mánudaginn verður ívið kaldara og eftir það er spáð að hann leggist í norðanátt – Meltemi fer þá að blása. Og þá þarf maður að pæla í hvort skipið sem maður ætlaði að taka far með siglir eða ekki.

Hér er svo lag þar sem er aðeins fjallað um loftslagið eins og það er á þessu svæði núna. Þetta er Carey, af plötunni Blue með Joni Mitchell. Hún byrjar á að syngja að vindurinn komi frá Afríku og hún geti ekki sofið. Þetta er byggt á dvöl Joni sjálfrar í þorpinu Matala á Suður-Krít.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“