fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Eflum tengslin við Norðurlöndin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. júní 2017 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið sýndi prýðilegt viðtal við norska rithöfundinn Karl Ove Knausgaard, eina skærustu stjörnuna á himni bókmenntanna síðustu árin. Hann skrifaði sex binda, afar smásmyglislegt, verk, um líf sitt – og hefur haft mikil áhrif.

Viðtalið, sem eins og ég segi var gott, fór fram á ensku og það hefur valdið nokkrum deilum. Ég sá á einum stað að geðvondir karlar af 68 kynslóð væru þar fremstir í flokki. En raunar hefur það verið mjög sterk hefð innan Ríkisútvarpsins um áratugaskeið að reyna að eiga viðtöl við fólk á þeirra eigin tungumáli, ekki síst þegar Norðurlandamálin eiga í hlut.

Enskan er lingua franca nútímans, hún er notuð í samskiptum fólks um allan heim. Það er ekki þar með sagt að allir tali góða ensku, því fer fjarri. Hver talar enskuna með sínu lagi, eins og títt er um slík heimstungumál. Á Íslandi eru áhrif enskunnar mjög yfirþyrmandi. Við erum farin að sjá heiminn að miklu leyti með augum enskumælandi þjóða, í gegnum bandarísk sjónvarpsþætti og fréttir sem koma að miklu leyti í gegnum Bretland. Ég hef áður skrifað um hversu mikil áhrif bresk stjórnmál og kaupsýsluómenning hefur hér á Íslandi – yfirleitt fremur til ills.

Enskan er orðin svo sterk að ungt fólk telur ekki lengur neina þörf á að fara í máladeildir framhaldsskóla, þeim hnignar og um leið kunnáttu í öðrum tungumálum en ensku. Það er dapurleg þróun.

Um leið heyrir maður – eftir téð viðtal – að það sé algjör óþarfi að hirða neitt um Norðurlandamálin. Við Íslendingar eigum að tala við Norðurlandabúa „á jafnréttisgrundvelli“ á ensku. Þá gleymist það kannski að þrátt fyrir allt tala tugþúsundir Íslendinga dönsku, sænsku og norsku. Það er til Norðurlandanna sem Íslendingar fara langmest til náms og starfa.

Eftir hrun var talsvert rætt um að nú ættu Íslendingar að fara að leita fyrirmynda á Norðurlöndunum – hætta að telja okkur fremri þeim á öllum sviðum, eins og stóð í einni skýrslunni. Norrænu samfélögin eru mun stöðugri en Ísland, kjör almennings eru betri og velferðin þar er miklu þróaðri. Það er afar lítið sem við getum lært á þessu sviði af Bandaríkjunum og Bretlandi.

Við ættum semsagt að styrkja tengslin við Norðurlöndin. Hluti af því er að geta bjargað sér á Norðurlandamálunum, það mætti fremur efla kennslu í þeim en hitt. Annað sem gæti verið gagnlegt er til dæmis að efla samband milli skóla á Íslandi og Norðurlöndunum og fara með börn og unglinga í skólaferðir þangað. Af einhverjum undarlegum ástæðum fannst Íslendingum Norðurlöndin lengi hálf-púkaleg. En staðreyndin er að þau eru miklu flottari en Bretland og Bandaríkin.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“