fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Norður-Írar fá milljarð punda í skiptum fyrir að verja ríkisstjórn May – Íhaldsmenn uggandi yfir samstarfi við DUP

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 26. júní 2017 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arlene Foster leiðtogi DUP í morgun. Mynd/EPA

Breski Íhaldsflokkurinn hefur náð samkomulagi við norður-írska DUP flokkinn um að verja minnihlutastjórn Theresu May út kjörtímabilið. Í skiptum fyrir að útvega Íhaldsmönnum meirihluta á þingi fá Norður-Írar einn milljarð punda í styrki á næstu tveimur árum. DUP er með tíu þingmenn en Íhaldsflokkurinn með 317, 326 þingmenn þarf til að vera með meirihluta á breska þinginu.

DUP lofar að styða Íhaldsflokkinn í öllum þingmálum tengdum Brexit, úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, og málum tengdum þjóðaröryggismálum. Lofar Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, að samið verði við ESB um að halda landamærum Norður-Írlands og Írlands áfram opnum „ef það er í samræmi við óskir fólksins“ eins og það er orðað í samkomulaginu.

Arlene Foster leiðtogi DUP var hæstánægð þegar hún ræddi við blaðamenn fyrir utan Downingsstræti 10 í morgun:

Samkomulagið mun tryggja stöðuga ríkisstjórn í Bretlandi á þessum mikilvægu tímum,

sagði Foster og bætti við:

Í kjölfar viðræðna okkar við Íhaldsflokkinn þá hafa þeir viðurkennt að það þurfi að auka fjárveitingar til Norður-Írlands í ljósi einstakrar sögu okkar og aðstæðna á liðnum áratugum.

Ekki eru allir innan Íhaldsflokksins á eitt sáttir við að þurfa að semja við DUP, sagði Patten lávarður í samtali við Independent í morgun að hann óttaðist að Íhaldsflokkurinn fengi á sig slæman stimpil vegna samstarfsins við DUP sem hefur sett sig á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka