fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

May semur við DUP um ríkisstjórnarsamstarf

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 26. júní 2017 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Mynd/EPA

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins hefur tekist að semja við norður-írska DUP-flokkinn um ríkisstjórnarsamstarf þar sem May verður áfram forsætisráðherra. Arlene Foster leiðtogi DUP sagði í kjölfar fundar við May í Downingsstræti í morgun að hún væri himinlifandi með niðurstöðuna.

May segir að Íhaldsflokkurinn og DUP séu samstíga í mörgum málum og búast megi við farsælu samstarfi. DUP er mjög umdeildur flokkur, hans aðaláhersla er áframhaldandi aðild Norður-Írlands að Bretlandi en hefur einnig sýnt mikla andstöðu við fóstureyðingar og hjónabönd samkynhneigðra. Þegar May boðaði til kosninganna í apríl síðastliðnum benti fátt til annars en að hún myndi styrkja stöðu sína og gæti því farið í viðræður við Evrópusambandið um úrsögn Bretlands úr sambandinu með fullt umboð.

Sjá frétt: Bretar kjósa í júní

Það mistókst og þrátt fyrir að hafa bætt við sig atkvæðum frá kosningunum 2015 þá tapaði Íhaldsflokkurinn meirihluta sínum á þingi og þurfti því að leita á náðir DUP.

Sjá frétt: Íhaldsflokkurinn missir meirihluta á breska þinginu

May hljómaði þó ánægð í morgun:

Við viljum sjá öruggt og stórt Bretland, við viljum tryggja að hér sé sterk stjórn við lýði sem getur komið hlutum í verk, ekki einungis Brexit-samningaviðræðunum heldur einnig að tryggja öryggi landsins. Samkomulag okkar er mjög, mjög gott, og ég hlakka til að vinna með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“