fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

„Ég var kosinn til að standa fyrir íbúa Pittsburgh, ekki Parísar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 2. júní 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að segja sig frá Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum hefur farið illa í marga, bæði innanlands og utan. Þetta tilkynnti forsetinn í ræðu í Rósargarði Hvíta hússins og gaf þau rök að samkomulagið væri ógn við efnahag og fullveldi Bandaríkjanna. Hann sór þess eið að standa með íbúum landsins gegn „harðneskjulegum“ alþjóðlegum skuldbindingum.

Ég var kosinn til að standa fyrir íbúa Pittsburgh, ekki Parísar,

sagði Trump við þetta tilefni.

Fjölmargir hafa lýst óánægju sinni með þessa ákvörðun Trump, til að mynda Barack Obama forveri hans í embætti en það mun án efa lítil áhrif hafa á Trump sem lítið þykir til hans koma. Með því að segja sig frá samkomulaginu eru Bandaríkin komin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva en það eru einu ríki heims sem ekki hafa undirritað samkomulagið. Í Sýrlandi geysaði borgarastyrjöld þegar samkomulagið var undirritað þann 22. apríl í fyrra og það stendur enn en stjórnvöldum í Níkaragva þótti samkomulagið ekki ganga nógu langt.

Úr heimi viðskiptanna þaðan sem Trump á rætur sínar að rekja hafa viðbrögðin verið hörð. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims, Tesla, Microsoft, Google og Apple hafa allir tjáð sig og segja að þetta muni hafa lítil áhrif á framgang samkomulagsins. Fyrirtækin ætla að standa við sínar skuldbindingar, sama hvað ákvörðun Trump líður.

Trump hefur lengi haldið því fram að tvíhliða samningar milli ríkja séu þau aðferð sem hann vilji beita þegar kemur að viðskiptasamningum og umhverfismálum. Hann hringdi því í leiðtoga Bretlands, Kanada, Frakklands og Þýskalands til að útskýra ákvörðun sína og samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu hamraði hann á því að Bandaríkjamenn væru enn skuldbundnir bandalagsþjóðum sínum hinu megin Atlantshafsins og því að vernda umhverfið. Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu gáfu skömmu seinna frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Parísarsamkomulagið væri „óbreytanlegur“.

Þeir sem fagna sigri yfir þessari ákvörðun forsetans eru Stephen Bannon, helsti ráðgjafi hans og Scott Pruitt forstjóri umhverfisstofnunnar Bandaríkjanna. Þeir hafa undanfarna mánuði unnið að því að sannfæra forsetann um meinta skaðsemi samkomulagsins og haft sigur gegn öðrum öflum innan Hvíta hússins, svo sem efnahagsráðgjafanum Gary Cohn, dóttir forsetans Ivanka Trump og utanríkisráðherranum og fyrrum forstjóra eins stærsta olíufélags heims, Rex Tillerson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?