fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Illskan og heiftin kom Ivönku Trump á óvart

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. júní 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivanka Trump í morgunþættinum á Fox News í gær.

Ivanka dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa verið viðbúin því hve umræðan um fjölskyldu sína gæti orðið rætin eftir að hún flutti ásamt Jared Kushner eiginmanni sínum til Washington eftir að faðir hennar varð forseti. Þar starfa þau bæði sem ráðgjafar forsetans.

Ivanka var gestur í morgunþættinum Fox & Friends á Fox News sjónvarpsstöðinni í gærmorgun. Þar leit hún um öxl og tjáði sig um fyrstu 150 dagana í Hvíta húsinu.

Við fluttum til Washington. Við vildum hjálpa til og framkvæma stóra og mikilvæg verkefni. Stigið á illskunni kom mér hins vegará óvart. Ég var ekki viðbúin þessu. En þetta á heldur ekki að vera auðvelt,

sagði Ivanka og lagði enga dul á að fyrstu 150 dagarnir væru búnir að vera krefjandi tími. Hún bætti því svo við að margt fólk úti í hinu bandaríska þjóðfélagi yrðu þó svo sannarlega að takast á við erfiðari daga og aðstæður en hún hefði gert.

Ég átti ekki von á því hversu mikið þetta yrði á persónulega planinu,

sagði hún einnig og átti þar við gagnrýni andstæðinga forsetans. Hér má sjá viðtalið við Ivönku:

https://www.youtube.com/watch?v=5_J9mRI4t-c

Trump-fjölskyldunni í Washington barst á hinn bóginn liðsauki um liðna helgi. Þá fluttu Melania Trump forsetafrú og Barron Trump 11 ára gamall sonur forsetahjónanna og litli hálfbróðir Ivönku frá Trump Tower í New York í Hvíta húsið í Washington. Melania lét vita af þessu með tísti á Twitter þar sem fylgdi mynd af Washington-minnismerkinu tekin úr Hvíta húsinu. Melania sagðist hlakka til þeirra minninga sem þau myndu fá á þeirra nýja heimili.

Forsetahjónin höfðu ákveðið að bíða með þennan flutning þar til nú svo Barron gæti lokið skólavetrinum í New York. Í haust fer Barron svo í einkaskóla í Maryland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sósíalistaflokkinn vera í útrýmingarhættu – „Sjálfskipaðir forystumenn sitja ævilangt“

Segir Sósíalistaflokkinn vera í útrýmingarhættu – „Sjálfskipaðir forystumenn sitja ævilangt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!