Rússland í dag. Mótmæli gegn Pútín. Það er þjóðhátíðardagur Rússa. Leiðtogi hinar veikburða stjórnarandstöðu. Alexei Navalny, hefur verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli gegn spillingu. Hann verður hnepptur í fangelsi.
Þetta er í Skt. Pétursborg. Myndin er af Twitter-reikningi blaðamanns sem nefnist Max Seddon.
Þarna er ung stúlka leidd í burt af þungvopnuðum og hjálmklæddum lögreglumönnum. Við sjáum svipinn á þeim fæstum. En það er athyglisvert að sjá glottið á einum af þeim sem standa til hægri á myndinni. Honum finnst greinilega gaman í vinnunni.
Lögregluríkið lætur ekki að sér hæða, en stúlkan er hugrökk. Hvaða meðferð ætli hún fái?