fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Gamli gosbrunnurinn í Hallargarðinum

Egill Helgason
Laugardaginn 10. júní 2017 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er falleg gömul sumarmynd frá Reykjavík, líklega á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Í forgrunni er gosbrunnurinn í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg sem margir af minni kynslóð muna eftir. Þarna fékk maður að busla léttklæddur á sumardögum – það er ljómi yfir þessum gosbrunni í huga manns.

Maður sér líka á myndinni hvað hann var fallegur og sómdi sér vel í garðinum. Hallargarðurinn opnaður 1954. Gosbrunnurinn var steyptur en með innfelldum fjörusteinum. Í miðjum gosbrunninum var líkneski af dreng sem sat á svani og spýttist vatn þar upp.

Í skemmtilegu viðtali um Hallargarðinn í Morgunblaðinu 2008 sagði Samson B. Harðarson landslagsarkitekt að hann hafði verið gerður að fyrirmynd bandarískra módernista. Það var Gunnar Thoroddsen borgarstjóri sem átti frumkvæði að gerð garðsins, en hönnuðurinn var Jón H. Björnsson sem var nýkominn frá námi í Cornell háskólanum í Bandaríkjunum. Undir garðinn voru lagðar fjórar lóðir.

Þegar nútíminn heldur svo innreið sína á Íslandi um og eftir seinni heimsstyrjöld eignast Reykvíkingar sinn fyrsta og eina Hallargarð. Þrátt fyrir nafnið er hér um garð að ræða garð sem hannaður er eftir nýjustu straumum og hugmyndum í garðlist frá Ameríku þá. Hallargarðurinn í Reykjavík er eini almenningsgarður Reykvíkinga í óformbundnum stíl amerísku módernistanna.

Á áttunda áratugnum var gosbrunnurinn orðinn lélegur og hætt að veita í hann vatni, hann var svo endanlega fjarlægður 1979. En það er viss sökuður að honum. Það er eiginlega furðulegt hversu lítið við Íslendingar – sem eigum gnægð vatns – notum það til að gera umhverfi okkar fegurra, yndislegra og mannvænna.

 

 

 

 

Hér er svo önnur ljósmynd, talsvert eldri. Hún er af vaðlaug sem var í Mæðragarðinum í Lækjargötu. Þetta mun vera frá því um 1935. Mæðragarðurinn hvarf að mestu þegar Lækjargatan var breikkuð, nú eru ekki eftir nema smá leifar af honum – og höggmyndin Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem sést þarna á myndinni. Þetta var fyrsta myndastyttan sem var sett upp í Reykjavík sem sjálfstætt listaverk, ekki mynd af kóngi, fornaldarkappa eða sjálfstæðishetju. Um þetta má fræðast í gríðarlega forvitnilegu riti um almenningsgarða í Reykjavík eftir Braga Bergsson sem finna má á vef Borgarsögusafns.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka