fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín og Jón Gunnarsson ósamhljóma um Borgarlínu

Egill Helgason
Laugardaginn 6. maí 2017 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ýkja mikill samhljómur milli Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins.

Í Morgunblaðinu í dag birtist þessi frétt þar sem Jón Gunnarsson talar um að engin framlög séu áætluð til uppbyggingar Borgarlínu, en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að Borgarlínunni gera ráð fyrir ríkisframlagi. Jón talar fyrir annarri stefnu sem felst í uppbyggingu stofnbrauta og mislægra gatnamóta.

 

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ekki lengi að bregðast við orðum samráðherra síns. Hún setur eftirfarandi texta inn á Facebook og segir að Borgarlínan gegni lykilhlutverki í framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórnarsáttmálinn er skýr hvað samgöngumálin varðar en þar segir

„Lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“

Á sama tíma og það er sjálfsagt að skoða mismunandi sviðsmyndir þá má öllum vera ljóst að núverandi stofnbrautakerfi er sprungið og fáar lausnir aðrar í sjónmáli en að ráðast í stórfellda uppbyggingu almenningssamgangna. Borgarlínan gegnir þar lykilhlutverki. Það er ekki síst af umhverfisástæðum en í gær skrifuðum ég, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar gegn loftslagsbreytingum sem á að vera tilbúin fyrir áramót. Loftslagsváin er stóra málið og við stjórnmálamenn þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leysa vandann. Sjálf trúi ég síðan ekki öðru en að þingmenn Suðvesturhornsins geti sameinast um uppbyggingu Borgarlínu.

Í nýsamþykktu og þverpólitísku Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins má finna einfalda skýringarmynd um vöxt höfuðborgarsvæðisins síðustu áratugi. Hún talar sínu máli og segir okkur svart á hvítu að við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Landrými til uppbyggingar er takmörkuð auðlind og fyrir alla þá sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur er lykilatriði að draga úr bílaumferð og stytta þannig lengdir ferða, en síðustu áratugi hefur bílaumferð vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi með vel þekktum afleiðingum.

Þeirri þróun þarf að snúa við.

 

Þetta er skýringarmyndin sem Þorgerður Katrín nefnir í texta sínum. Vöxtur höfuðborgarsvæðisins síðan 1985.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eignarhaldsfélag Ásgeirs Kolbeins úrskurðað gjaldþrota – Seldi lóð á 585 milljónir árið 2022

Eignarhaldsfélag Ásgeirs Kolbeins úrskurðað gjaldþrota – Seldi lóð á 585 milljónir árið 2022
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Bjarni Ben hefur aldrei notið sannmælis – tók við flokknum í erfiðri stöðu og náði aldrei viðspyrnu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Bjarni Ben hefur aldrei notið sannmælis – tók við flokknum í erfiðri stöðu og náði aldrei viðspyrnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings