fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Þjóðverjar eru ekki á netinu – Hringurinn og 1984

Egill Helgason
Laugardaginn 6. maí 2017 23:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður því miður að segjast eins og er að kvikmynd sem gerð er eftir skáldsögu Dave Eggers, The Circle, er ekki nógu vel heppnuð. Hún er frekar stirðbusaleg, ekki vel leikin, og persónurnar hreyfa lítið við manni. Það er dálítið sorglegt, því þetta hefði getað verið mikilvæg mynd.

Bæði bók og mynd hafa áríðandi erindi. Þetta er mjög pólitískt verk. The Circle er dystópía sem kom út í bókarformi árið 2013. The Circle sögunnar er stórfyrirtæki á borð við Facebook og Google, fágað á yfirborðinu en með óheyrileg völd. The Circle er í raun búið að taka yfir allar hliðar mannlegs atferlis á internetinu – og þegar sagan hefst er fyrirtækið að koma því í kring að kosningar verði haldnar í gegnum vef fyrirtækisins. Þannig eru heimsyfirráðin fullkomnuð.

Nær allir Bandaríkjamenn eru sagðir vera á The Circle og auga þess er alsjáandi. Það er búið að telja fólki trú um að það sé óeðlilegt að hafa leyndarmál eða eitthvað að fela – eða vilja bara vera út af fyrir sig. Hin eðlilega hegðun í samfélaginu sé að vera alltaf með allt opið og sýnilegt á netinu.

Það sem er náttúrlega ógnvekjandi er að þetta er ekki svo ýkja langt frá þeim veruleika sem er að verða til. Yfirmennirnir hjá Circle kunna að tala um lýðræði og mannréttindi og allt yfirbragð fyrirtækisins er mjög hip og kúl – en að baki býr taumlaus græðgi og valdafíkn.

Þetta er 1984, bara miklu fágaðra og ísmeygilegra. Svona er hugmyndaheimurinn.

 

 

Ég rakst svo á þetta stöplarit á vef Viðskiptablaðsins. Leyfi mér að birta það. Þetta sýnir annars vegar útbreiðslu internetsins í vestrænum ríkjum og hins vegar notkun félagsmiðla. Ísland er ekki með, en það er öruggt að við værum þarna í hæstu hæðum. Það er hins vegar merkilegt að sjá Þýskaland. Samkvæmt þessu eru Þjóðverjar lítið á félagsmiðlunum. Samt tekst þeim að vera leiðandi þjóð í iðnaði, tækni og útflutningi – eitt forysturíki heimsins og að mörgu leyti fyrirmyndarsamfélag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa