fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu á Íslandi – og aldrei fleiri Íslendingar að störfum

Egill Helgason
Föstudaginn 5. maí 2017 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru merkilegar upplýsingar um íslenskt samfélag sem koma fram í svonefndu Morgunkorni Íslandsbanka. Yfirskrift pistilsins er Mikil spenna á vinnumarkaði. Þar má sjá að aldrei hefur viðlíka fjöldi erlendra ríkisborgara starfað á Íslandi og að jafnframt hefur atvinnuþátttaka aldrei verið jafn mikil í marsmánuði og þeim síðasta. Stærsta skýringin er auðvitað hinn mikli uppgangur í ferðaþjónustu og meðfram því vöxtur í byggingaiðnaði.

Hér er graf sem birtir fjölda erlendra ríkisborgara hér á landi.

 

 

Í greiningunni frá Íslandsbanka segir um þetta:

Þessi mikla fjölgun erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er til marks um hversu sveigjanlegur hérlendur vinnumarkaður er. Óhætt er að fullyrða að hinn hraði vöxtur jafn vinnuaflsfrekrar atvinnugreinar og ferðaþjónustu hefði ekki verið mögulegur nema fyrir verulegan vöxt á innfluttu vinnuafli. Að sama skapi væri væntanlega launaskrið, og þar með innlendur kostnaðarþrýstingur og verðbólga, umtalsvert meira í hagkerfinu öllu ef ekki hefði komið til þessarar aukningar á innfluttu vinnuafli. Það má færa rök fyrir því að sveigjanleiki vinnumarkaðar hér á landi hafi stuðlað að kaupmáttaraukningu með því bæði að liðka fyrir aukinni öflun útflutningstekna í ferðaþjónustu, sem hefur leitt til verulegrar styrkingar krónu, og með því að draga úr innlendum verðbólguþrýstingi þrátt fyrir hraða hækkun samningsbundinna launa síðustu misseri.

Og svo er það atvinnuþáttakan. Þar er byggt á tölum sem koma frá Hagstofunni, atvinuþáttakan mælist samkvæmt þessu 84,9 prósent. Það kemur líka fram að vinnustundum í hagkerfinu fjölgar um 8,4 prósent milli ára í mars. Og um leið kemur í ljós að atvinnuleysi er ekki nema 1,7 prósent í mars, en tekið er fram að hlutfall atvinnulausra sé yfirleitt lægst í júlí. Reyndar er ljóst að þegar horft er til fjölgunar erlendra starfsmanna er ekkert atvinnuleysi á Íslandi – þvert á móti er gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eignarhaldsfélag Ásgeirs Kolbeins úrskurðað gjaldþrota – Seldi lóð á 585 milljónir árið 2022

Eignarhaldsfélag Ásgeirs Kolbeins úrskurðað gjaldþrota – Seldi lóð á 585 milljónir árið 2022
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Bjarni Ben hefur aldrei notið sannmælis – tók við flokknum í erfiðri stöðu og náði aldrei viðspyrnu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Bjarni Ben hefur aldrei notið sannmælis – tók við flokknum í erfiðri stöðu og náði aldrei viðspyrnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings