fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Norður-Kórea gagnrýnir Kína: „Þið ættuð að íhuga afleiðingarnar af „fáránlegum“ ummælum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. maí 2017 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu. Mynd/EPA

Hin opinbera fréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gagnrýndi í gær kínverska fjölmiðla og kínversk stjórnvöld. KCNA segir að Kínverjar séu að gera slæma stöðu verri og að það geti haft alvarlegar afleiðingar. Það er ekki hversdagslegur viðburður að stjórnvöld í Norður-Kóreu gagnrýni Kínverjar, sem eru einu bandamenn einræðisríkisins, en það að gagnrýnin er sett fram af KCNA þýðir að hún kemur beint frá valdhöfum í landinu.

Gagnrýnin var sett fram eftir að margir kínverskir fjölmiðlar gagnrýndu kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu og sögðu síðustu tilraunir Norður-Kóreu með að skjóta eldflaugum á loft vera „ógn gagnvart því opna og vinsamlega sambandi sem hefð er fyrir að ríki á milli landanna tveggja“.

Í frétt KCNA segir að þetta séu „fáránleg“ og „hugsunarlaus“ ummæli sem „geri slæma stöðu aðeins verri“.

Kína ætti frekar að íhuga þær alvarlegu afleiðingar sem geta orðið vegna þess hversu hrottalega og tillitslaust er verið að eyðileggja grunn tengsla Kína og Norður-Kóreu.

Segir í frétt KCNA. Fréttastofan sakar kínverska fjölmiðla jafnframt um að vera sendiboða kínverskra stjórnvalda. Það er einmitt skemmtilegt tilviljun að almennt er talið að KCNA sé einmitt ekkert nema strengjabrúða einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu.

Bandaríkin og Kína hafa undanfarið rætt hvernig ríkin eigi að taka á eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu. Eitt af því sem hefur verið rætt er að herða refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu enn frekar ef fleiri tilraunir verða gerðar.

KCNA vísar áhyggjum Kínverjar algjörlega á bug og segir að þær sé eingöngu tilkomnar vegna „fáfróðra stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna“.

Fréttastofan tekur einnig enn sterkara til orða og segir:

Norður-Kórea mun aldrei knékrjúpa til að viðhalda vinskapnum við Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga