fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Merkel ruggar Atlantshafsbátnum í bjórtjaldi við München

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel Þýskalandskanslari. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti sunnudaginn 28. maí ræðu á 2.400 manna fundi í bjórtjaldi skammt frá München í Bæjarlandi þar sem hún vísaði til ágreinings við Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðoga G7-ríkja í Taormina á Sikiley laugardaginn 27. maí og sagði:

„Tíminn þegar við gátum fyllilega treyst á aðra er að nokkru liðinn, það hef ég reynt undanfarna daga. Þess vegna get ég aðeins sagt: Við Evrópumenn verðum hreinlega sjálf að gæta okkar eigin örlaga.“ Hún sagði að þetta gerðist ekki nema í vináttu við Bandaríkjamenn og Breta en Þjóðverjar yrðu sem Evrópumenn að berjast á eigin forsendum fyrir framtíð sína, fyrir örlög sín.

Viðbrögðin við ræðu kanslarans létu ekki á sér standa og þýska fréttastofan Deutsche Welle tók þau saman á þann veg sem hér segir.

Bent er á að ummælin komi beint eftir ríkisoddvitafund NATO annars vegar og G-ríkjanna hins vegar, Donald Trump kom í fyrstu ferð sína sem Bandaríkjaforseti til Evrópu vegna þessara funda. Að loknum G7-fundinum sagði Merkel að afstaða Trumps til loftslagsmála hefði verið „mjög ófullnægjandi“. Trump lýsti ferð sinn á hinn bóginn á þann hátt að hún verið „mjög árangursrík fyrir Bandaríkin“.

Viðbrögð Bandaríkjamanna við ræðu Merkel voru blönduð. Stuðningsmenn Trumps sögðu þau engu skipta en andstæðingar hans virtust harma að sérstök tengsl Þjóðverja og Bandaríkjamanna rofnuðu.

Kalli forseti Bandaríkjanna þetta glæsilegan árangur vil ég alls ekki sjá honum mistakast,

Frá fundi G7 í Taormina. Mynd/EPA

sagði Adam Schiff, fulltrúadeildarþingmaður demókrata og áhrifamaður í leyniþjónustunefnd deildarinnar.

Richard Haas, forseti hugveitunnar Council on Foreign Relations, gamalreyndur sendiherra Bandaríkjanna, sagði að ummæli Merkel boðuðu „vatnaskil“ í samskiptum þessara tveggja bandamanna. „Bandaríkjamenn hafa reynt að forðast þetta frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar,“ sagði  Haas.

Stuðningsmenn Trumps líta á ummæli Merkel sem staðfestingu á árangri forsetans. Bill Mitchell er íhaldssamur álitsgjafi sem bandarískir fjölmiðlar kalla „staðfastasta staðgengil Trumps á samfélagsmiðlum“ notaði tækifærið til að hæðast að Merkel:

„Merkel, hetja vinstrisinna og evrópska járnbrautarslysið, segir að hún geti ekki „treyst á“ Donald Trump. Stórkostlegt. Hann er á móti ofsalegri heimsku þinni,“ sagði Mitchell á Twitter.

Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði við BBC að ESB gæti enn treyst á samstarf við Breta þótt þeir færu úr ESB. Hún sagði:

Þegar við hefjum viðræðurnar um að yfirgefa ESB getum við fullvissað Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir að við munum eiga öflugt samstarf við þær. Öflug samstarf um varnarmál, öryggismál og við vonum einnig viðskipti.

ESB-þingnaðurinn Guy Verhofstadt, formaður nefndar ESB-þingsins um úrsögn Breta, sagði að það þyrfti ekki skaða framtíð ESB þótt breyting yrði á áratuga löngum samskiptum við önnur ríki:

Merkel segir að undir stjórn Trumps sé ekki lengur unnt að treysta á Bandaríkjamenn sem samstarfsaðila. Bretar hafa horfið frá borðinu. Nú er tímabært að ESB taki sig saman í andlitinu og haldi áfram.

Daniella Peled, hjá Institute for War and Peace Reporting, segir í ísraelska dagblaðinu Haaretz að ferð Trumps til Evrópu hafi grafið undan trausti milli Atlantshafsríkjanna:

„Það er erfitt að ímynda sér skýrara merki en átakanlega ræðu Merkel um magnað og skjótvirkt tjónið sem Trump hefur valdið á áratuga löngu samstarfinu. Angela Merkel hefur enn einu sinni fest sig í sessi sem nýr leiðtogi frjálsa heimsins, ekki svo að skilja að hún hafi þurft að hafa mikið fyrir því.“

Af hálfu vikuritsins The Economist er bent á að vegna þess að Merkel sé yfirlýstur stuðningsmaður Atlantshafssamstarfsins hafi hún vitað að ummæli af þessu tagi á þessari stundu mundu „valda öldugangi“:

Trump, Brexit og kjörið á Emmanuel Macron í Frakklandi hafa sannfært Þýskalandskanslara um að Þjóðverjar eigi ef til vill að stuðla eitthvað að því að meginlandsríki Evrópu geri meira saman þótt vitlaust sé að tala um Þýskaland sem „nýjan leiðtoga frjálslynda hluta heimsins“.

Steffen Seibert, talsmaður Merkel, lagði áherslu á að kanslarinn hefði áður hvatt til meiri samstöðu ESB-ríkja og bætti við að hún hefði „djúpa sannfæringu um gildi samstarfs þjóðanna við Norður-Atlantshaf“.

„Orð kanslarans skýra sig sjálf – þau voru skýr og skiljanleg,“ sagði Seibert á reglulegum fundi með fjölmiðlamönnum. „Vegna þess hve Atlantshafssamstarfið er kanslaranum mikilvægt finnst henni rétt að tala af hreinskilni um ágreiningsmál.“

Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að samvinnan milli stofnana í Berlín, London og Washington hefði „gífurlega mikið gildi“ fyrir Þjóðverja, einkum í öryggis- og varnarmálum.

David Frum, aðalritstjóri bandaríska tímaritsins The Atlantic sagði að með framkomu sinni hefði Trump myndað skarð milli Þjóðverja og Bandaríkjamanna og þannig í raun gengið erinda Rússa. Frum sagði:

Allt frá árinu 1945 hefur það verið æðsta strategíska markmið Sovétmanna og síðan Rússa að spilla bandalagi Bandaríkjamanna og Þjóðverja. Trump tókst það.

Ian Bremmer, stofnandi og stjórnandi ráðgjafarstofunnar Eurasia Group, tekur undir orð Frums um hag Moskvumanna af þessum ágreiningi og segir að „nú rakni upp“ Atlantshafssamstarfið „mikilvægustu tengsl milli ríkja eftir síðari heimsstyrjöldina“. Bremmer segir: „Þessi yfirlýsing er einstök í Þýskalandi sé litið til margra kynslóða.“

Birtist upphaflega á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins