fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Tvær hliðar á sama peningi og gat á milli

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. maí 2017 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marine Le Pen er sögð hafa sigrað Emmanuel Macron í kappræðum í sjónvarpi í kvöld, að minnsta kosti framan af, undir lokin kann hún að hafa farið yfir strikið. Hún sótti mjög hart að mótframbjóðandanum og kom honum í opna skjöldu með ófyrirleitni sinni. Í gær hélt hún ræðu sem hún hafði beinlínis stolið frá Francois Fillon, hún var full af hægri retórík, en þegar hún mætti í sjónvarpið sótti hún að honum með vopnunum sem hafa verið notuð gegn honum frá vinstri. Að hann sé bankamaður og hafi unnið fyrir Rothschild.

Það síðastnefnda er nokkuð viðkvæmt að nefna i Frakklandi – þar er löng saga gyðingahaturs og margir flokksmenn Le Pen hafa orðið uppvísir að slíku, meðal annars faðir hennar, Jean-Marie. Nöfn Rotschild og Soros eru svona eins og nútímaútgáfa af Skýrslum Síonsöldunga sem var mikið flaggað í upphafi síðustu aldar.

Það er svo spurning hvort þetta breytir einhverju um úrslitin í kosningunum á sunnudag. Macron virkaði óstyrkur undir árásum Le Pen og spurði á einum stað hvort hana vantaði sómakennd.

En það er merkilegt að hún skuli bergmála orðræðuna úr ysta vinstrinu. Þar er Jean Luc Mélanchon sem hefur ekki getað tekið af skarið og lýst yfir stuðningi við Macron. Þess verður vart að fylgismenn hans láta eins og enginn munur sé í raun á Macron og Le Pen, þau séu bæði jafn slæm. Þetta endurómar á sinn hátt umræðuna sem var um Trump og Clinton fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum og við vitum hvernig það fór.

Það sannast kannski einu sinni enn að ysta hægrið og ysta vinstrið eru tvær hliðar á sama peningi og það þarf bara að bora lítið gat til að komast á milli.

Árni Snævarr sem fylgist með kosningunum í París skrifar:

Vinstri-sósíalistar í Frakklandi og víða um heim virðast vera að falla í sömu gryfju og kommúnistar í aðdraganda valdatöku Hitlers. Þá létu kommúnistar nasista í friði eða jafnvel aðstoðuðu þá, en hömruðu í staðinn á jafnaðarmönnum sem þeir kölluðu sósíalfasista.Eini árangur þeirra er að sundra vinstrimönnum og koma öfgasinnuðum hægriöflum til valda. Nú situr Marine Le Pen í franska sjónvarpinu og endurtekur orðræðu Mélenchon til að koma höggi á Macron – og skiptir litlu þó hún hafi stælt hægrimanninn Fillon í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins